28.ágúst 2008 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradals 28.ágúst 2008 kl:16.00 að Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, K. Hulda Guðmundsdóttir og Pétur Davíðsson.
1. Árni Þ. Helgason skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti aðgerðar áætlun og vinnuferlið á skipulags- og byggingarmálum.
2. Lögð fram fundargerð byggingar- og skipulagsnefndar nr. 23 dagsett 14. ágúst 2008. Fundargerðin samþykkt.
3. Lögð fram fundargerð byggingar- og skipulagsnefndar nr. 24 dagsett 21. ágúst 2008. Fundargerðin samþykkt.
4. Lagðir fram ársreikningar ársins 2007 til fyrri umræðu. Samþykkt til seinni umræðu.
5. Lögð fram umsókn fyrir hönd félagsins Bergsveins Jóhannssonar ehf. um lóðirnar Birkimóa 2 og 4. Samþykkt að því til skildu að hún uppfylli verklagsreglur hreppsins og greiðslu uppreiknaðra gatnagerðargjalda.
6. Lögð fram óveruleg breyting á deiliskipulagi á Skálalæjarás, Indriðastöðum. Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit. Samþykkt að heimila skipulagsfulltrúa að vinna að grendarkynningu.
7. Lögð fram óverulegbreyting á deiliskipulagi Vatnsendahlíðar, 8. áfanga. Breytingin felur í sér að byggingareitum er breytt og breyting á þakhalla. Samþykkt
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:18.20