28.febrúar 2009 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Símafundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 28. febrúar 2009 kl:12.00. Þessi sátu fundinn: Davíð Pétursson, Fjóla Benediktsdóttir, K. Hulda Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Pétur Davíðsson.
1. Embætti skipulags- og byggingafulltrúa: Ræddir minnispunktar, dagsettir 27. febrúar s.l., frá framkvæmdasviði Borgarbyggðar, ”fyrstu drög að þjónustusamningi”.
Samþykkt að heimila oddvita áframhald viðræðna við Borgarbyggð um þjónustu framkvæmdasviðs Borgarbyggðar við Skorradalshrepp vegna skipulags- og byggingarmála ofl.
Oddvita falið að segja upp og semja um starfslok við skipulags- og byggingarfulltrúa Skorradalshrepps, Árna Þór Helgason, frá og með 1. mars 2009.
Er það í samræmi við að embættið er lagt niður í núverandi mynd.

Oddvita einnig falið að ræða við eiganda skrifstofuhúsnæðis í Hvannahúsinu.