28 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Árið 2008, mánudaginn 8. desember kl. 08:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps 28. fund sinn. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón P.Líndal, Árni Þór Helgason og Jón M. Halldórsson
Fundarritari var Jón M. Halldórsson
Þetta gerðist:
Skipulagsmál

1.

Dagverðarnes 133952, Deiliskipulag

(00.0120.00)

Mál nr. SK080060

Lagður er fram uppdráttur móttekin 3. júní 2008 gerðir af OG arkitektum. Lagður er fram nýr uppdráttur að ófullgerðri tillögu að deiliskipulagi móttekin 8. desember 2008.
M.a. vantar útreikninga vegna hlutfalls opinna svæða frá Stöðulgili að jarðarmerkjum við Hvamm. Byggingareitur skal að lágmarki vera 10,0 m. frá skógarbelti, einnig vantar skilmála með erindinu þar sem m.a. verði tekið á hvernig umgengni verður um skóginn, takmarka skal umfang vegakerfis niður í einn í stað tvo afleggjara í gegnum skógarbelti. einnig að gera grein fyrir skógarbelti á uppdrætti á afgerandi hátt. Sjá athugasemdir Skipulags og byggingafulltrúa.
Fyrirspurn

2.

Skálalækjarás 16, Hinrik L. Hinriksson
Júlíana Karvelsdóttir

(74.4001.40)

Mál nr. SK080067

Spurt er hvort leyfi fengist til að reisa 10,0 ferm. geymslu úr timbri sbr. meðfylgandi skissur í landi Indriðastaða á lóð nr. 16 við Skálalæk.
Mælt er með jákvæðri umsögn en sótt verði um byggingaleyfi með fullnaðar uppdráttum.
Byggingarl.umsókn

3.

Fitjahlíð 7A, Viðbygging

(16.0000.71)

Mál nr. SK070004

211055-5619 Jóhann S. Þorsteinsson, Furubyggð 23, 270 Mosfellsbær
Umsókn um að byggja við núverandi hús. Um er að ræða steyptan kjallara og viðbót við hæðina, samkvæmt aðaluppdráttum Þorvaldar Stefáns Jónssonar verkfræðings.
Stærðir stækkunar: 45.0m2 og 118.0m3
Bygginga og skipulagsnefnd staðfestir bókun frá 19. desember 2006 þar sem erindið var samþykkt.

4.

Vatnsendahlíð 177, Frístundahús

(44.0017.70)

Mál nr. SK080038

Umsókn um að reisa frístundahús og geymslu úr timbri með timburgólfi á steinsteyptum súlum, samkvæmt uppdráttum gerðum af ARKO teiknistofu., dags. júlí 2008. Gert er ráð fyrir að geymsla verði tengd aðalhúsi með verönd og girðingu.
Meðfylgandi er lóðarleigusamningur dags. 13.september 2008.
Mælt er með því að erindið verði samþykkt.

5.

Indriðastaðir 19, Frístundahús Viðbygging

Mál nr. SK080064

Sótt er um leyfi til að byggja við frístundahús til vesturs á hefðbundin hátt með mænis þakformi á einni hæð á landi Indriðastaða á lóð nr. 19. Teikningar unnar af Luigi Barttolozzi arkitekt dagsettar 2. desember 2008.
Stærðir viðbyggingar 34,8 ferm. og 42,2 rúmm.
Mælt er með að erindið verði grenndarkynnt fyrir landeiganda, lóðrahafa og aðliggandi lóðum nr. 14,15,16,18 og 20.

6.

Refsholt 15, Frístundahús

Mál nr. SK080065

Sótt er um leyft til að byggja frístundahús ásamt geymslu húsin eru á einni hæð byggt á hefðbundin hátt úr timbri með einhallandi þakformi með steyptum undirstöður og gólfplötu í landi Hálsa á lóð nr. 15 við Refsholt, teikningar unnar af Sveini Karlssyni á ódagsettum teikningum.
Stærðir mhl. 01: 97,8 ferm., 354,5 rúmm., mhl. 02 : 15,6 ferm., 48,3 rúmm. Samtals: 113,4 ferm., 402,8 rúmm.
Erindinu hafnað þar sem uppdrættir samræmast ekki skipulagsskilmálum.

7.

Dagverðarnes 14, Frístundahús (Gestahús)

(12.0001.40)

Mál nr. SK070054

Aftur til umræðu, umsókn um að stækka núverandi frístundahús og reisa nýtt gestahús úr timbri á steyptum súlum, samkvæmt uppdráttum nr. 101 dags. 20 .06. 2007, nr. 102 og 103, dags. 20. 02. 2007, gerðum af Teiknistofunni TAK. Gert er ráð fyrir að gestahúsið verði tengt verönd.
Móttekinn er netpóstur frá Skipulagsstofnun dags. 25 nóvember 2008.
Mælt er með að erindið verði grenndarkynnt landeiganda, lóðarhafa og lóðarhöfum nr. 11, 12, 13 og 16.

8.

Stóra Drageyri 5, Viðbygging

Mál nr. SK080066

Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu byggða á hefðbundinn hátt úr timbri á steinsteyptum súluundirstöðum á lóð nr. 5 í landi Stóru Drageyrar.
Stærðir viðbyggingar 13,2 ferm. og 42,0 rúmm.Mælt er með að erindið verði grenndarkynnt landeiganda, lóðarhafa og lóðarhöfum nr. 3, 4 og 6.

9.

Dagverðarnes, lóð nr. 32, Frístundahús

Mál nr. SK070071

Áfram til umræðu í nefndinni, umsókn um að byggja gestahús, samkvæmt uppdráttum gerðum af Helgu Guðmundsdóttur, dags. í maí 2008.
Móttekin er netpóstur frá Skipulagsstofnun dags. 25 nóvember 2008.
Stærðir stækkunar 24,0 ferm., 81,6 rúmm.Mælt er með að erindið verði grenndarkynnt landeiganda, lóðarhafa og lóðarhöfum nr. 31, 33 og 34.

10.

Indriðastaðir 35, Frístundahús

Mál nr. SK080022

Lagt fram bréf, frá Kristni Ragnarssyni arkitekt ehf., f. h. lóðarhafa, mótt. 3. 06. 2008, þar sem farið er fram á að fá að fjarlægja núverandi frístundahús og reisa nýtt á sama stað. Einnig er lagður fram uppdráttur með tillögu að deiliskipulagi dags. 2. 06. 2008 og drög að útlitsmynd mótt 3.06. 2008.
Móttekin er netpóstur frá Skipulagsstofnun dags. 25 nóvember 2008.
Mælt er með að erindið verði grenndarkynnt landeiganda, lóðarhafa og lóðarhöfum nr. 27, 28, 29, 34, 36, 47, 48 og 49.
Ath. byggingaleyfi verður ekki gefið út fyrr en m.a. niðurrifsleyfi hefur verið gefið út.
Önnur mál

11.

Hvammur, Brekkuhvammur-spilda

Mál nr. SK080057

Lagt fram bréf frá Ívari Pálssyni, hdl., til skipulags- og byggingarnefndar, dags. 25. febrúar 2008, varðandi afmörkun landspildu í landi Hvamms í Skorradal. Meðfylgjandi er afsal dags. 08. 06. 2006 og afstöðuuppdráttur gerður af Landlínum ehf. (fylgiskjal með afsali), dags. 31. 05. 2006. Einnig er meðfylgjandi afstöðuuppdráttur gerður af Landlínum ehf., dags. 31. 05. 2006, með nákvæmari hnitasetningu gagnvart vegi.
Móttekin eru ný gögn frá landslögum ehf.(Ívari Pálsson lögfræðingi) í netpósti 10. nóvember 2008 og gögn fengin frá sýslumanni, vegna land Eflingar, móttekið 24. nóvember 2008.
Komið hefur fram á tveimur þinglýstum gögnum varðandi land Eflingar að að í gildi sé forkaupsréttur ofan vegar á ákveðnu landi. Leggja þarf fram hnitsettan uppdrátt af því landi ofan vegar fyrir nefndina.
Einnig er skipulags og byggingafulltrúa falið að afla upplýsinga hjá Vegagerðina um landþörf vegna vegalagningar í Hvammsklifinu.
Málinu frestað.

12.

Löggilding, Pípulagningameistari

Mál nr. SK080063

Snorri Hannesson kt. 101241-3519 pípulagningameistari sækir er um löggildingu sbr. gr. 37,2 í byggingareglugerð nr.44/1998 til þess að mega standa fyrir verkum sem pípulagningameistari í Skorradalshreppi, fylgiskjöl m.a. meistarabréf voru móttekin í pósti 27. október 2008.
Bygginga og skipulagsnefnd mælir með að erindið verði samþykkt.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 23:30