29. desember 2008 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Símafundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 29. desember 2008 kl:15.00. Þessir voru á símafundinum: Davíð Pétursson, Fjóla Benediktsdóttir, K. Hulda Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Pétur Davíðsson.
1. Lögð fram fjárhagsáætlun 2009 til fyrri umræðu. Framhald fyrri umræðu fjárhagsáætlunar 2009. Fundað var með skipulags- og byggingafulltrúa þann 19. desember s.l. Hreppsnefnd samþykkir að segja upp fastri yfirvinnu og akstri fyrir utan akstri frá starfstöð vegna vinnu, sbr. akstursreikningi frá með næstu mánaðarmótum. Einnig samþykkir hreppsnefnd að minnka stöðuhlutfall skipulags- og byggingafulltrúa í 60% starf og vinnan sé einungis unninn á starfsstöð embættisins. Oddvita falið vinna málið áfram og útfæra vinnuskilgreiningar.

Fjárhagsáætlun síðan samþykkt til síðari umræðu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl:15:35