30 – Afgreiðslufundir byggingafulltrúa

Skorradalshreppur

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa Skorradalshrepps
30. fundur

Miðvikudaginn 4. febrúar 2015 kl. 14:00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson Formaður og Sæmundur Víglundsson Embættismaður.

Fundarritari var Sæmundur Víglundsson, Byggingarfulltrúi.

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1

Vatnsendahlíð 93, bygg.mál – Mál nr. 1411013

Sverrir Björgvinsson, sækir um f.h. lóðarhafa að byggja frístundarhús, stærð = 82,0 m2, skv. teikningum frá Mansard teiknistofu ehf, Jón Hrafn Hlöðversson.

Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingafulltrúa.

2

Vodafone, Ósland, bygg.mál – Mál nr. 1410001

Gautur Þorsteinsson, sækir um f.h. Fjarskipta hf að reisa fjarskiptamastur og tækjahús á, nýstofnaðri, lóðinni Skorradalsvatn-fjarskiptalóð.

Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingafulltrúa.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

15:00.