30.október 2008 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradals 30. október 2008 kl:21.00 að Grund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, K. Hulda Guðmundsdóttir og Pétur Davíðsson.
1. Lögð fram 26. fundargerð skipulags-og byggingarnefndar dagsett 21.október 2008. Samþykkt
2. Lagðir fram ársreikningar Skorradalshrepps 2007 til seinni umræðu. Reikningar samþykktir með niðurstöðu aðalsjóðs upp á 1,8 milljón í hagnað.
3. Lagt fram erindi frá Strætó bs. er varðar nemendur utan Reykjavíkur að sveitarfélagið greiði kostnað fyrir sína nemendur fyrir nemakort. Samþykkt að ef að komi fram beiðni að fá nemakort í strætó bs., þá verður tekið jákvætt í það.
4. Skipulags- og byggingarmál rædd. Búið er að ráða Jón Magnús Halldórsson til 3 mánaða til að vinna að sérverkefnum og Ómar Pétursson í ákveðin sérverkefni.
5. Lagt fram erindi frá Jóni Loftssyni skógræktarstjóra er varðar sölu á veiðileyfum á netinu. Ekki er unnt að taka afstöðu til erindisins fyrir en friðlýsing svæðisins í Vatnshorni liggur fyrir.
6. Lagt fram bréf frá óbyggðanefnd dagsett 28. október 2008
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:23.40