31.janúar 2008 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Fundur haldinn í hreppsnefnd Skorradalshrepps 31. janúar 2008. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, Guðrún Guðmundsdóttir, Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson og Jón E. Einarsson kom inn sem varamaður fyrir Gísla Baldur Henrýsson.
1. Lögð fyrir fjárhagsáætlun 2008 til seinni umræðu. Álagning fasteignagjald verði lækkuð niður 0,33% í A flokki en B flokkur er óbreyttur og hækka sorpgjaldið þannig að sorpgjald 1 verði15.500 kr, sorpgjald 2 verði 9.000 kr sorpgjald 3 verði 7000 kr. Niðurstöðutölur eru xxxxxxx.
2. Lögð fyrir fundargerð skipulags- og bygginganefnda Skorradalshrepps nr. 14 dagsett 15. janúar 2008. Einnig lagt fram bréf frá Hauki Engilbertssyni varðandi Vatnsendahlíð 208. Fundargerðin samþykkt nema liður varðandi Vatnsendahlíð 208 þar óskar hreppsnefnd eftir því að skipulagsfulltrúi kanni það hjá skipulagshöfundi og/eða Skipulagsstofnun hvort að fyrirhuguð teikning samræmist skipulagsskilmálum svæðisins.
3. Lögð fram tillaga á óverulegri breytingu á deiliskipulagi í landi Indriðastaða. Málinu frestað þar til gögn liggja fyrir hjá skipulagsfulltrúa.
4. Lagt fram bréf frá Guðmundi Ragnarssyni er varðar refaveiðar í landi Litlu-Drageyrar. Samþykkt að heimila Guðmundi Ragnarsyni refaveiðar í landi Litlu-Drageyrar.
5. Vefsíða fyrir Skorradalshrepp. Samþykkt var að leita til Nepal ehf. um gerð á heimasíðu þar sem Ólafur Jón Jónsson hefur ekki verið að sinna þeim málum næginlega vel og ekki næst í hann.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl:17:53