32 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps

Árið 2009, fimmtudaginn 30. apríl kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps 32.
fund sinn. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Jón P.Líndal, Ómar Pétursson og Pétur Davíðsson
Fundarritari var Ómar Pétursson

Þetta gerðist:
Framkvæmdarleyfi
1. Hálsar, vegalagning, Framkvæmdaleyfi fyrir
vegi eftir Engjamel í landi Hálsa í Skorradal

Mál nr. SK090009 100438-4379 Haukur Engilbertsson, Vatnsenda, 311 Borgarnes
Sótt er um leyfi til að endurbyggja veg eftir Engjamel í landi Hálsa í Skorradal skv. sátt í
Héraðsdómi Versturlands þann 24. mars 2009.

Lagt er til að veitt verði leyfi fyrir framkvæmdinni skv. meðfylgjandi gögnum.

Skipulagsmál
2. Indriðastaðir 134056, Breyting á deiliskipulagi
Indriðastaðahlíðar í landi Indriðastaða

(00.0300.00) Mál nr. SK070039 kt: 220551-2299 Inger Helgadóttir, Indriðastöðum, 311 Borgarnes
Eftir auglýsingu: Breyting á deiliskipulagi Indriðastaðahlíðar á Indriðastöðum.
Uppdráttur frá landlínum ehf.
Breytingin felur í sér, að byggingarreitir á 21 lóð eru stækkaðir, byggingarreitirnir eru á
lóðum nr. 102, 104, 110, 112, 114, 116, 118, 120, 122, 124, 126, 128, 130, 132,134,
162,164,168,170,172 og 173. Einnig er lóð nr. 156 skipt upp í tvær lóðir. Nýr vegur
verður lagður að nýrri lóð nr. 156b. Engar breytingar eru gerðar á skilmálum.
Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 26. janúar 2009 til og með 10. mars 2009. Engar
athugasemdir bárust.

Lagt er til að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

3. Indriðastaðir 134056, Breyting á deiliskipulagi
í Bleikjulágarás á Indriðastöðum

(00.0300.00) Mál nr. SK070037 kt:220551-2299 Inger Helgadóttir, Indriðastöðum, 311 Borgarnes
Eftir auglýsingu: Bleikulágaráss á Indriðastöðum. Uppdráttur frá Landlínum ehf.
Breytingin felur í sér að lóð nr. 2 við Lambaás er skipt í tvær lóðir, 2a og 2b. Engar
breytingar eru gerðar á skilmálum deiliskipulagsins. Lagt fram bréf frá skipulagsstofnun
dags 17. júlí 2008. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 26. janúar 2009 til og með 10
mars 2009. Engar athugasemdir bárust.

Lagt er til að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

4. Dagverðarnes 133952, Aðalskipulagsuppdráttur (00.0120.00) Mál nr. SK070024 kt: 601100-2150 Dagverðanes ehf., Álftalandi 17, 108 Reykjavík
Bréf frá félagi sumarhúsaeigenda í Dagverðarnesi dags. 15 janúar 2009 varðandi
fyrirkomulag skipulagsmála í Dagverðarnesi. Bréfinu er vísað til skipulags- og
byggingarnefndar frá sveitastjórn.

Lagt fram til kynningar

Byggingarl.umsókn
5. Indriðastaðahlíð 162, Frístundahús Mál nr. SK08021

Áfram til umræðu í nefndinni. Umsókn er um að reisa nýtt frístundahús úr timbri á
steyptum kjallara og sökklum. Lagðir fram nýir. uppdr. gerðir af Sveini Ívarssyni,
arkitekt, dags. 11. maí 2008, ásamt bréfi frá lóðarhöfum mótt. 04. 07. 2008.

Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindið verði samþykkt að teknu tilliti til
athugasemda byggingarfulltrúa ásamt staðfestingu á breytingu á deiliskipulagi í B deild
stjórnartíðinda.

6. Indriðastaðir 5, Frístundahús og bátaskýli stækkun

(30.0000.50) Mál nr. SK090008 kt: 211266-4149 Þorsteinn Örn Guðmundsson, Asparhvarfi 14, 203 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja við frístundahús ásamt því að byggja gestahús við bátaskýli.
Einnig er sótt um endurnýjun/viðhalds á bátaskýli samkvæmt meðf. teikningum frá
Þorsteini Aðalbjörnssyni BFI
stærðir: 222,6m² og 585m³
Meðfylgjandi er bréf með samþykki nágranna nr 4 og 6

Frestað.

7. Refsholt 15, Frístundahús (24.0101.50) Mál nr. SK080065

160751-4879 Linda Rut Harðardóttir, Vallarbraut 5, 220 Hafnarfjörður
170346-2709 Hrafn Karlsson, Vallarbraut 5, 220 Hafnarfjörður
Aftur til umfjöllunar í nefndinni leyfi til að reisa frístundahús og geymslu úr timbri með
steyptri gólfplötu og sökklum. Húsin eru á einni hæð. Uppdrættir eru gerðir af Sveini
Karlssyni, tæknifræðingi dags. 15 mars 2009.
Stærðir mhl. 01: 97,9 ferm., 354,5 rúmm., mhl. 02 : 10,0 ferm., 28,5 rúmm. Samtals:
107,9 ferm., 383,0 rúmm.

Skipulags- og byggingarnefnd mælir með, að erindindinu verði hafnað, þar sem það
samræmist ekki skipulagsskilmálum.

8. Vatnsendahlíð 23, Sólpallur (44.0002.30) Mál nr. SK090007

411086-1279 Starfs.m.fél. Verkfrst.Sig.Thoroddsen, Ármúla 4, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að endurnýja og stækka sólpall og setja upp heitan pott ásamt
lagnarými samkv. meðf. teikningum frá Verkís

Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að byggingarleyfi verði veitt með fyrirvara um
samþykki lóðareiganda.

9. Hrísás 18, nýtt sumarhús (43.8001.80) Mál nr. SK070009

081080-5349 Daníel Petersen, Hávegur 15, 200 Kópavogur
Sótt er um afturköllun á byggingarleyfi

Samþykkt að fella byggingarleyfi úr gildi

Niðurrif
10. Fitjar 133958, Fjárhús (00.0160.00) Mál nr. SK090006

040560-2709 Karólína Hulda Guðmundsdóttir, Fitjar, 311 Borgarnes
Landeigandi óskar eftir heimild til að rífa fjárhús á jörðinni Fitjum. Ennfremur er óskað
heimildar til að niðurrifið verði nýtt til æfingar fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar

Skipulags-og byggingarnefnd mælir með, að erindið verði samþykkt með fyrirvara um
framlagningu veðbókavottorðs. Tilkynna ber æfingar slökkviliðs með lögformlegum
hætti.

Fyrirspurn
11. Stóra-Drageyri 2, Frístundahús (00.0420.01) Mál nr. SK090010

250857-7999 Ragna Erwin, Hagaflöt 2, 210 Garðabær
Kynning á áformum landeiganda um að rífa núverandi frístundahús og reisa nýtt
Stærðir:
núverandi hús 71,9m²
nýtt hús um 85m²

Frestað, byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa falið að skoða málið

Ýmis mál
12. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, Sent til
umsagnar Mál nr. SK090011

Umsögn um aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samráði við skipulags- og byggingarnefnd
og sveitastjórn

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 23:40