33 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Þriðjudaginn 18. október 2011 kl. 17:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Málefni sveitarfélagins. – Mál nr. 1012008

Farið var yfir stöðu verkefna þeirra 12 liða sem samþykktir voru á síðasta fundi.

2

Starfslýsing fyrir fulltrúa á skrifstofu – Mál nr. 1109039

Lögð fram.

3

Gjaldskrárbreyting í Fíflholtum – Mál nr. 1110005

Lögð fram gjaldskrárbreyting vegna urðunar sorps í Fíflholtum.

4

Fjármál sveitarfélaga – Mál nr. 1109037

Lagt fram bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um niðurstöðu reksturs ársins 2010 á landsvísu.

5

Bréf frá umhverfisráðuneytinu um útgáfu landsáætlunar vegna úrgangs. – Mál nr. 1109032

Lagt fram.

6

Erindi frá FVA. – Mál nr. 1110003

Ósk um framlag til tækjakaupa.

Samþykkt að verða við beiðninni.

7

Fulltrúa sveitarfélaga boðið á fund með fjárlaganefnd vegna fjárlagafumvarps 2012 – Mál nr. 1110002

KHG falið að óska eftir fundi við fjárlaganefnd.

8

Erindi frá Dagverðarnesi ehf. – Mál nr. 1110008

Óskað er eftir því að jörðin Dagverðarnes ofan vegar verði tekið aftur til landbúnaðarnotkunar.

Hreppsnefnd samþykkir að mæla með því til sjárvar- og landbúnaðarráðuneytis að taka jörðina Dagverðarnes ofan Skorradalsvegar 508 aftur til landbúnaðarnotkunar með þeim fyrirvara að það tefji ekki afgreiðslu aðalskipulagstillögunnar.

9

Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2011 – Mál nr. 1110010

Samþykkt að KHG fari á fundinn.

10

Fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. 2012 – Mál nr. 1110009

Lögð fram Fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. 2012

Áætlunin kynnt.

11

Ráðningarmál embætta skipulags- og byggingafulltrúa. – Mál nr. 1006049

DP fór yfir stöðuna um samstarfsviðræður við Borgarbyggð um skipulags- og byggingarembættið. Samþykkt var að halda viðræðum áfram og leggja til að um byggðasamlag verði að ræða. Oddvita falið að ræða við skipulags- og byggingarfulltrúa og upplýsa hana um stöðu mála.

12

Almenningssamgöngur – Mál nr. 1109020

Lagt fram erindi frá SSV um frekari kynningu á verkefninu.

Hreppsnefnd samþykki að taka þátt í verkefninu.

13

Samráðsfundur formanna sumarhúsafélaganna og hreppsnefndar. – Mál nr. 1101010

Stefnt er að funda með formönnunum á næstu tveim vikum. Oddvita falið að boða formennina á fund.

Fundargerðir til staðfestingar

14

Skipulags- og byggingarnefnd – 61 – Mál nr. 1110003F

Samþykkt í öllum 9 liðunum.

Fundargerðir til kynningar

15

Hreppsnefnd – 32 – Mál nr. 1109002F

Lögð fram til kynningar.

16

56. fundur Menningarráðs Vesturlands – Mál nr. 1109034

Lögð fram.

17

57. fundur Menningaráðs Vesturlands – Mál nr. 1109036

Lögð fram

Skipulagsmál

18

Dagverðarnes svæði S5 Deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 100012

Sturla Þór Jónsson Arkitekt FAÍ óskar eftir fundi með sveitarstjórn vegna skipulagsbreytinga.

Samþykkt að funda með honum.

19

Indriðastaðir 5, viðbygging, gestahús. – Mál nr. 1105001

Samþykkt.

20

Dagverðarnes S1 og S2, deiliskipulagsskilmálar – Mál nr. 1110007

Lögð fram kynning frá skipulagsfulltrúa, umræður urðu um málið og PD falið að koma athugasemdum hreppsnefndar til skipulagsfulltrúa.

21

Indriðastaðir 3, nýtt sumarhús – Mál nr. 1105005

Samþykkt

Önnur mál

22

Bréf frá Menningaráði Vesturlands vegna styrkumsókna. – Mál nr. 1109036

KHG falið að þiggja boð um að funda með menningaráðsfulltrúa.

23

Hvatning vegna kvennafrídagsins 25.október nk. – Mál nr. 1110004

Lagt fram til kynningar.

24

Aðalfundarboð Vélabæjar ehf. fyrir árið 2010 – Mál nr. 1109030

Lagt fram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

20:30.