35 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Miðvikudaginn 9. nóvember 2011 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Starfslýsing fyrir fulltrúa á skrifstofu – Mál nr. 1109039

Málið rætt. Afgreiðslu frestað.

2

Málefni sveitarfélagins. – Mál nr. 1012008

Málin rædd.

3

Ráðningarmál embætta skipulags- og byggingafulltrúa. – Mál nr. 1006049

Oddviti kynnti stöðu mála.

4

9 mánaðauppgjör 2011 – Mál nr. 1111008

Lagt fram og rætt.

5

Fjárhagsáætlun 2012 – Mál nr. 1111007

Lögð fram til fyrri umræðu.

Samþykkt til seinni umræðu.

6

Ákvörðun útsvarsprósentu 2012 – Mál nr. 1111009

Oddviti lagði fram tillögu að ákvörðun útsvarsprósentu 2012. KHG og GJG lýstu þeirri skoðun að útsvarsprósentan eigi að hækka í ljósi stöðu hreppsins.

Meirihluti sveitastjórnar samþykkir að útsvarshlutfall árið 2012 verði óbreytt, þ.e. 12,44%.

7

Lögð fram drög að skýrsla um stefnumótun í þjónustu við aldraða. – Mál nr. 1111005

Lögð fram til kynningar.

8

Bréf frá Umhverfisstofnun vegna tilnefningar fulltrúa í vatnasvæðanefnd. – Mál nr. 1110017

KHG tilnefnd í nefndina.

9

Ósk um athugasemdir við frumvarpsdrögum vegna breytinga á lögum nr.106/2000 – Mál nr. 1110016

KHG falið að setja inn athugasemdir.

10

Styrkur til Ungmennasambands Borgarfjarðar – Mál nr. 1111001

Lagt fram erindi frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar vegna styrkbeiðni til reksturs sambandsins á árinu 2012.

Erindinu hafnað.

11

Landsskipulagsstefna 2012-2024 – Mál nr. 1110020

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun. Fyrirspurn til sveitarfélagsins um tilnefningu fulltrúa í samráðsvettvang um tillögu að landsskipulagsstefnu 2012-2014.

Oddviti tilnefndur í nefndina og KHG til vara.

Fundargerðir til staðfestingar

12

Skipulags- og byggingarnefnd – 62 – Mál nr. 1111003F

Fundargerðin samþykkt í öllum 4 liðunum.

Fundargerðir til kynningar

13

Hreppsnefnd – 33 – Mál nr. 1110002F

Fundargerðin lögð fram.

14

Hreppsnefnd – 34 – Mál nr. 1111004F

Fundargerðin lögð fram.

15

Fundargerð 790.fundar sambands íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 1111004

Lögð fram.

Skipulagsmál

16

Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022 – Mál nr. 1012025

Tekin fyrir fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 07.11.2011 ásamt minnisblaði. Þar koma fram þær athugasemdir sem gerðar voru við aðalskipulagstillögu Skorradalshrepps, sem auglýst var þann 22. desember 2010, ásamt tillögum um afgreiðslu athugasemdanna. Sveitarstjórn samþykkir tillögur nefndarinnar um afgreiðslu athugasemda og felur oddvita að ganga frá gögnunum til lokaafgreiðslu hreppsnefndar.

17

Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1012003

Samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að klára málið.

18

Deiliskipulag á landi Bleikulágaráss í landi Indriðastaða, breyting – Mál nr. 1105004

Samþykkt að heimila grenndarkynningu og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

02.00.