36 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Árið 2009, þriðjudaginn 28. júlí kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps 36. fund sinn. Þessir sátu fundinn: Jón P.Líndal, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Jón E. Einarsson, Ómar Pétursson og Pétur Davíðsson
Fundarritari var Ómar Pétursson
Þetta gerðist:
Skipulagsmál

1.

Vatnsendahlíð 96, deiliskipulagsbreyting; Vatnsendahlíð, 3. áfangi, v. Vatnsendahlíðar 96

(44.0009.60)

Mál nr. SK090034

200939-2479 Kristján Kristjánsson, Sunnuflöt 1, 210 Garðabær
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir Vatnsendahlíð, 3. áfangi, vegna lóðarinnar nr.96. Einungis er um að ræða breytingu á skipulagsskilmálum er varða hámarksbyggingarmagn. Leyfilegt hámarksbyggingarmagn er 82 fm sótt er um hámarksbyggingarmagn 90 fm.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og leggur til að hún verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga fyrir lóðarhöfum lóða nr. 88, 90, 92, 94, 157 og landeiganda.

2.

Dagverðarnes 21, deiliskipulagsbreyting; Dagverðarnes í Skorradal sumarhúsalóðir, svæði 1, v. Dagverðarness 21

(00.0120.00)

Mál nr. SK090035

040648-3059 Sigríður Snæbjörnsdóttir, Álfatúni 20, 200 Kópavogur
250948-2049 Sigurður Guðmundsson, Álfatúni 20, 200 Kópavogur
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir Dagverðarnes í Skorradal, svæði 1, vegna lóðarinnar nr. 21. Einungis er um að ræða breytingu á skipulagsskilmálum er varða hámarksbyggingarmagn. Leyfilegt hámarksbyggingarmagn er 60 fm sótt er um hámarksbyggingarmagn 82 fm.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og leggur til að hún verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga fyrir lóðarhöfum lóða nr. 19, 20, 22, 23, 24 og landeiganda Dagverðarness.

3.

Dagverðarnes 32, Frístundahús

(12.0003.20)

Mál nr. SK070071

230932-3529 Vernharður Guðmundsson, Roðasölum 16, 201 Kópavogur
Í samræmi við bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 08.12.2008 er lögð fram tillaga að breytingu á skipulagsskilmálum á deilisksipulagi: Dagverðarnes í Skorradal sumarbústaðalóðir, svæði 2, vegna lóðarinnar nr. 32 í Dagverðarnesi. Leyfilegt hámarksbyggingarmagn er 60 fm. Breytingin felur í sér að hámarksflatarmál húsa á lóðinni skal ekki vera meira en 87 fm og er heimilt að byggja gestahús auk frístundahúss.
Mælt er með að erindið verði grenndarkynnt landeiganda Dagverðarness og lóðarhöfum nr. 31, 33 og 34.

4.

Dagverðarnes 136, Gestahús

(12.0013.60)

Mál nr. SK08037

120247-3369 Sólmundur Þormar Maríusson, Draumahæð 2, 210 Garðabær
Í samræmi við bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 27.05.2009 er lögð fram tillaga að breytingu á á deilisksipulagi: Dagverðarnes deiliskipulag, sumarhúsalóðir 101-138, svæði 3, vegna lóðarinnar nr. 136 í Dagverðarnesi. Leyfilegt hámarksbyggingarmagn er 60 fm. Breytingin felur í sér að hámarksflatarmál húsa á lóðinni skal ekki vera meira en 91 fm og er heimilt að byggja gestahús auk frístundahúss.
Grenndarkynning á byggingarnefndarteikningum sem sýna breytinguna hefur farið fram og telur byggingar- og skipulagsnefnd það vera næga kynningu fyrir viðkomandi deiliskipulagsbreytingu og samþykkir hana.

5.

Indriðastaðir 134056, deiliskipulagsbreyting; Indriðastaðahlíð í Skorradal, v. lóðanna nr. 108, 110 og 112

(00.0300.00)

Mál nr. SK090036

460502-4970 Sanus ehf, Reynihlíð 4, 105 Reykjavík
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir Indriðastaðahlíð í Skorradal. Breytingin felst í að lóðirnar nr. 108, 110 og 112 verða sameinaðar í eina lóð sem verður nr.108. Ekki eru gerðar breytingar á skipulagsskilmálum deiliskipulagsins.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna, með fyrirvara um lagfæringu á gögnum og leggur til að hún verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga fyrir lóðarhöfum lóða nr. 111, 113, 114 og landeiganda Indriðastaða.
Breytt notkun

6.

Indriðastaðir 134056, Breyting á notkun hluta útihúsa í golfskála

(00.0300.00)

Mál nr. SK090013

490506-1600 Lendur ehf, Sunnuflöt 28, 210 Garðabær
Aftur til umræðu í nefndinni. Sótt er er um leyfi til að innrétta vélageymslu, mjólkurhús og hluta fjóss sem golfskála, samkvæmt uppdráttum gerðum af Alark arkitektum ehf dags. 15.05.2009. breyttum 22.07.2009
Erindið samþykkt að teknu tilliti til athugasemda Brunamálastofnunar og byggingarfulltrúa.
Byggingarl.umsókn

7.

Vatnsendahlíð 63, gestahús

(44.0006.30)

Mál nr. SK090028

050832-7599 Þór Þorsteins, Laugarásvegi 50, 104 Reykjavík
240438-2919 Dóra Egilson, Laugarásvegi 50, 104 Reykjavík
Aftur til umræðu. Sótt er um leyfi til að byggja gestahús samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Sigurði Þórissyni stærð 25,2m².
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

8.

Vatnsendahlíð 126, Frístundahús

(44.0012.60)

Mál nr. SK080051

110658-7969 Goði Sveinsson, Bræðraborgarstíg 30, 101 Reykjavík
180849-2469 Anna K Marteinsdóttir, Bræðraborgarstíg 30, 101 Reykjavík
Umsókn um að stækka frístundahús úr timbri á steyptum undirstöðum, samkv uppdr. gerðum af, Á stofunni arkitektar, dags. 21. 07. 2009.
Samþykkt með fyrirvara um athugasemdir byggingarfulltrúa
Endurn.byggingarleyf

9.

Fitjahlíð 51, Úrskurður vegna stækkunar

(16.0005.10)

Mál nr. SK060033

210559-4859 Þorsteinn Marinósson, Noregi,
Áfram til umræðu. Á 35. fundi skipulags- og byggingarnefndar var skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa falið að ræða við hlutaðeigandi aðila og skila greinargerð og tillögum um lausn málsins. Greiðargerð dagsett 27. 07.2009 með tillögu að lausn málsins lögð fram.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í greinargerðina og felur skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að kynna málið fyrir hreppsnefnd.
Fyrirspurn

10.

Fitjahlíð 88, Frístundahús

(16.0008.80)

Mál nr. SK090039

051272-3749 Berglind Fjóla Steingrímsdóttir, Grýtubakka 24, 109 Reykjavík
Óskað er eftir viðhorfi skipulags- og byggingarnefndar við byggingu 80m² frístundahúss á lóðinni.
Skipulagsfulltrúa falið að svara erindinu.

11.

Dagverðarnes 74b, Geymsluhús

(12.0007.42)

Mál nr. SK090037

251053-4729 Þorsteinn Stígsson, Fjóluhlíð 15, 221 Hafnafjörður
Fyrirspurn varðandi geymsluhús. Lagður fram uppdráttur frá Inga Gunnari Þórðarsyni dags. 15.05.2009
Fyrirhuguð áform samræmast ekki gildandi skipulagsskilmálum.
Ýmis mál

12.

Indriðastaðir 134056, Bráðabirgðaleyfi fyrir borholu

(00.0300.00)

Mál nr. SK090038

470109-0840 Ferðaþjónustan Skorradal ehf, Indriðastöðum, 311 Borgarnes
Sótt er um bráðabirgðaleyfi til að dæla upp neysluvatni úr borholu í landi Indriðastaða til 15. september 2009 skv. bréfi dags. 28.07.2009. Fyrir liggur samþykki eigenda Mófellsstaða bréf dags. 15.07.2009. Verið er að vinna gögn fyrir endanlegt framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að veitt verði leyfi til að dæla úr borholunni til 15. september 2009 enda liggi fyrir jákvæð niðurstaða heilbrigðisfulltrúa úr sýnatöku úr borholunni. Unnið verði markvisst að gagnaöflun fyrir framkvæmdaleyfi.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 00:00