37 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Árið 2009, miðvikudaginn 2. september kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps 37. fund sinn. Þessir sátu fundinn: Bjarni Þorsteinsson, Jón P.Líndal, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Jón E. Einarsson, Ómar Pétursson og Pétur Davíðsson.
Fundarritari var Ómar Pétursson
Þetta gerðist:
Byggingarl.umsókn

1.

Vatnsendahlíð 65, gestahús og geymsla

(44.0006.50)

Mál nr. SK090040

050441-3699 Guðfinna Valgeirsdóttir, Borgarholtsbraut 33, 200 Kópavogur
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu og gestahús samkvæmt teikningum frá Valgeir Berg Steindórssyni dags í ágúst 2009.
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingafulltrúa.

2.

Vatnsendahlíð 115, gestahús

(44.0011.50)

Mál nr. SK090041

140843-4909 Hrafn Magnússon, Akraseli 4, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir byggingu gestahúss samkvæmt teikningum frá Bjarna Snæbjörnssyni dags. 21.08.2009.
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

3.

Hvammsskógur 30, stækkun frístundahúss

(28.0103.00)

Mál nr. SK090042

131155-3369 Bárður Sigurgeirsson, Háabergi 39, 221 Hafnafjörður
Sótt er um leyfi fyrir stækkun frístundahúss samkvæmt teikningum frá Bjarna Snæbjörnssyni dags. 20.08.2009
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingafulltrúa.

4.

Vatnsendahlíð 188, frístundahús

(44.0018.80)

Mál nr. SK08016

040376-3219 Helgi Dan Steinsson, Blikatjörn 3, 260 Njarðvík
Umsókn um byggingu frístundahúss dregin til baka.
Samþykkt
Skipulagsmál

5.

Dagverðarnes 133952, Deiliskipulag svæði S8

(00.0120.00)

Mál nr. SK080060

601100-2150 Dagverðarnes ehf, Álftalandi 17, 108 Reykjavík
Lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga, að nýju deiliskipulagi á Svæði S8. Tillagan er sett fram á deiliskipulagsuppdrætti dags. 6.7.2009 ásamt greinargerð dags. 1.9.2009 unnið af Arkitektastofan OG ehf.
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa.

6.

Dagverðarnes 47, deiliskipulagsbreyting – Sumarbústaðalóðir í Dagverðarnesi Skorradal

(12.0004.70)

Mál nr. SK090030

290754-5779 Brynhildur Sigmarsdóttir, Þrastanesi 18, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til að breyta deiliskipulagi Dagverðarnesi í Skorradal sumarbústaðalóðir, lóðir 31-48. Breytingin nær einungis til lóðarinnar nr. 47 Sótt er um hámarksbygginarmagn 110 fm í stað 60 fm. Viðbyggingar skulu ekki rísa hærra en núverandi hús. Breytingin er sett fram á uppdrætti frá Zeppelin arkitektum dags. 30. ágúst 2009.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og leggur til að hún verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga fyrir lóðarhöfum lóða nr. 45, 46, 48 og landeiganda Dagverðarness.

7.

Dagverðarnes 24, deiliskipulagsbreyting; Dagverðarnes í Skorradal sumarhúsalóðir, svæði 1, v. Dagverðarness 24

(12.0002.40)

Mál nr. SK090043

210143-7699 Sigurborg Kristinsdóttir, Sléttahrauni 20, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir Dagverðarnes í Skorradal, svæði 1, vegna lóðarinnar nr. 24. Einungis er um að ræða breytingu á skipulagsskilmálum er varða hámarksbyggingarmagn og aukahús. Leyfilegt hámarksbyggingarmagn er 60 fm sótt er um hámarksbyggingarmagn 82 fm, þar af má aukahús vera allt að 20 fm.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og leggur til að hún verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga fyrir lóðarhöfum lóða nr. 21, 22, 23, 26 og landeiganda Dagverðarness.

8.

Dagverðarnes 204, deiliskipulagsbreyting, Dagverðarnes í Skorradal, sumarbústaðalóðir, svæði 4

(12.0020.40)

Mál nr. SK090044

240571-3669 Grettir Einarsson, Miðsölum 6, 201 Kópavogur
051271-3869 Ásdís Árnadóttir, Miðsölum 6, 201 Kópavogur
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir Dagverðarnes í Skorradal, sumarbústaðalóðir svæði 4, vegna lóðarinnar nr. 204. Sótt er um að hámarksflatarmál húsa veðri 125 fm og heimilt verði að byggja gestahús auk frístundahúss. Jafnframt að heimilt verði að byggja hús með allt að flötu þaki, 3°-5° og að halli megi vera til tveggja átta þvert á langhlið húss.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og leggur til að hún verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga fyrir lóðarhöfum lóða nr. 202, 206, eiganda Snorrastaðatúns og landeiganda Dagverðarness.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 23:20