38 – Afgreiðslufundir byggingafulltrúa

Skorradalshreppur

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa Skorradalshrepps

38. fundur

Miðvikudaginn 15. júní 2016 kl. 11:00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson Formaður og Sæmundur Víglundsson Embættismaður.

Fundarritari var Sæmundur Víglundsson, Byggingarfulltrúi.

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1

Hvammsskógur 43, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1605005

Endurnýjuð umsókn um leyfi til að breyta og byggja við núverandi hús 48,1 m2. Núverandi hús er 129,0 m2, eftir breytingu verður húsið 177,1 m2

Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa

2

Refsholt 19, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1606019

Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundarhúsi 57,8 m2

Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

Fyrispurn

3

Indriðastaðir 10, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1605012

Fyrirspyrjandi hefur hug á að byggja 18,0 m2 bátskýli á lóðinni.

Málinu vísað til Skipulags- og byggingarnefndar þar sem ætlað byggingarmagn er umfram heimildir á lóð.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

12:00.