39 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Þriðjudaginn 13. mars 2012 kl. 21:15, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Jón E. Einarsson.

Fundarritari var Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.

Jón Eiríkur Einarsson kom inn á fundinn í fjarveru Guðrúnu J. Guðmundsdóttur.
Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Ráðningarmál embætta skipulags- og byggingafulltrúa. – Mál nr. 1006049

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir byggingar-og skipulagsfulltrúi hefur lokið störfum sínum hjá sveitarfélaginu. Málin voru rædd og oddvita falið að ráða í stað hennar. PD og JEE er falið að vera nýjum manni/mönnum innan handar.

2

Greinargerð starfshóps um öryggisvörslu – Mál nr. 1112007

Oddvita falið að koma tilboðinu til formanna sumarhúsafélaganna fyrir 15.mars og til að vinna málið áfram munu KHG og DP hafa umsjón með því.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:40