4 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Miðvikudaginn 10. febrúar 2010 kl. 21:00, hélt Hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, S. Fjóla Benediktsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.
Fundarritari var S. Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti.
Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Framlög á fjárlögum 2010 – Mál nr. 1001014

Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis um framlag á fjárlögum 2010.

Bréfið kynnt

2

Borgfirðingabók 2010 – Mál nr. 1001017

Lagt fram erindi

Huldu falið að rita grein um „Hættumat og viðbragðsáætlanir vegna sinu og skógarelda“.

3

Beiðni um afhendingu jafnréttisáætlunar, ásamt framkvæmdaráætlun – Mál nr. 0912003

Erindi frá Jafnréttistofu

Oddvita falið að svara erindinu.

4

Beiðni um styrk – Mál nr. 1001012

Lögð fram beiðni frá Neistanum – félagi slökkviliðsmanna í Borgarbyggð og nágrenni.

Samþykkt að veita þeim 30.000 kr. í styrk til að efla innra starf félagsins.

5

Vegna refaveiða á uppgjörstímabilinu 1. september 2009 til 31. ágúst 2010 – Mál nr. 0911001

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar um breytta ákvörðun varðandi refa- og minkaveiðar

6

Drög að útliti bréfsefnis fyrir sveitarfélagið – Mál nr. 1001010

Lagðar fram tillögur að uppsetningu bréfsefnis.

Huldu falið að ganga frá uppsetningu bréfsefnis.

7

Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands – Mál nr. 1001009

Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, dags 13. janúar s.l.

Lagt fram til kynningar.

8

Fjárhagsáætlun 2010 – Mál nr. 0912001

Lögð fram til seinni umræðu fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.

Fjárhagsáætlun samþykkt.

9

Þriggja ára fjárhagsáætlun 2011-2013 – Mál nr. 1002004

Lögð fram til fyrri umræðu þriggja ára áætlun.

Samþykkt að vísa henni til seinni umræðu.

Almenn erindi – umsagnir og vísanir

10

Uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2009 – Mál nr. 1001022

Lagt fram uppgjör frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna ársins 2009

Uppgjörið kynnt.

11

Íbúaskrá Skorradalshrepps 2009 – Mál nr. 1001018

Íbúaskráin lögð fram.

12

Starf sjálfsboðaliða að umhverfismálum. – Mál nr. 1002005

Hulda kynnti mögulegt starf sjálfsboðaliða í samstarfi við Umhverfisstofnun.

Málið kynnt, Hulda á væntanlega fund með Umhverfisstofnun um framhald málsins.

Fundargerðir til staðfestingar

13

Fundargerð 42. fundar skipulags- og bygginganefndar – Mál nr. 1002002

Lögð fram 42. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar.

Varðandi lið 3 er óskar hreppurinn eftir því að tekinn verði mynd af bústaðnum áður en hann verður rifin niður þar sem bústaðurinn er með þeim fyrstu sem byggður var í dalnum. Aðrir liðir eru samþykktir.

Fundargerðir til kynningar

14

Fundargerð nr. 771 – Mál nr. 1002001

Lögð fram fundargerð nr. 771 hjá Sambandi íslenskrar sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar.

15

Fundur nr. 70 – Mál nr. 1001011

Lögð fram fundargerð nr. 70 Faxaflóahafna sf.

Fundargerðin kynnt

Skipulagsmál

16

Svæðisskipulagsbreyting – Mál nr. 1002003

Breyting á staðfestu svæðisskipulagi norðan Skarðsheiðar 1997-2017. Tillagan felur í sér að breyta frístundalóð í íbúðarhúsalóð fyrir starfsmann lögbýlsins Vatnsenda og nær breytingin eingöngu til lóðar nr. 186.

Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að kynna málið fyrir Borgarbyggð og vinna málið áfram ef enginn athugasemd berst.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:00.