40 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
Árið 2009, mánudaginn 7. desember kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps 40. fund sinn. Þessir sátu fundinn: Jón P.Líndal, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Jón E. Einarsson, Ómar Pétursson og Pétur Davíðsson
Fundarritari var Ómar Pétursson
Þetta gerðist:
Byggingarl.umsókn

1.

Dynhvammur 1, frístundahús

(28.0200.10)

Mál nr. SK090065

080974-2649 Daiva Zelvyte Danupiene, Skógarseli 43, 109 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús samkvæmt teikningum frá Kristni Ragnarssyni dags 23.11.2009. Stærðir 120m² og 424m³.
Samþykkt.
Skipulagsmál

2.

Dagverðarnes 47, deiliskipulagsbreyting – Sumarbústaðalóðir í Dagverðarnesi Skorradal

(12.0004.70)

Mál nr. SK090030

290754-5779 Brynhildur Sigmarsdóttir, Þrastanesi 18, 210 Garðabær
Áður frestað erindi. Sótt er um leyfi til að breyta deiliskipulagi Dagverðarnesi í Skorradal sumarbústaðalóðir, lóðir 31-48. Breytingin nær einungis til lóðarinnar nr. 47.
Grenndarkynning hefur farið fram. Þrjár athugasemdir bárust. Meðfylgjandi er umsögn embættisins vegna athugasemdanna dags. 18.11.2009.
Nefndin gerir umsögn skipulagsfulltúa að sinni og samþykkir skipulagsbreytinguna. Skipulagsfulltúa falið að vinna málið áfram.

3.

Dagverðarnes 204, deiliskipulagsbreyting, Dagverðarnes í Skorradal, sumarbústaðalóðir, svæði 4

(12.0020.40)

Mál nr. SK090044

240571-3669 Grettir Einarsson, Miðsölum 6, 201 Kópavogur
051271-3869 Ásdís Árnadóttir, Miðsölum 6, 201 Kópavogur
Áður frestað erindi. Sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir Dagverðarnes í Skorradal, sumarbústaðalóðir svæði 4, vegna lóðarinnar nr. 204.
Grenndarkynning hefur farið fram. Ein athugasemd barst. Meðfylgjandi er umsögn embættisins vegna athugasemdarinnar dags. 18.11.2009.
Nefndin gerir umsögn skipulagsfulltúa að sinni og leggur til að ekki verði vikið frá skilmálum á svæðinu varðandi þakform en samþykkir breytingu á hámarksflatarmáli.

4.

Stóra-Drageyri 2, deiliskipulagsbreyting

(00.0420.01)

Mál nr. SK090053

250857-7999 Ragnhildur Ósk Pálsdóttir Erwin, Bretlandi,
Að lokinni grenndarkynningu. Breyting á deiliskipulagi Stóru-Drageyrar, vegna Stóru-Drageyrar 2. Breyting felur í sér að vegstæði að lóð er fært til. Tvær sambærilagar athugasemdir bárust frá Ágústi Árnasyni, bréf dags. 15. nóvember 2009 og Skógrækt ríkisins, bréf dags.24. nóvember 2009. Gerð er athugasemd við staðsetningu vegarins og lagt til að hann verði færður eins nærri lóðarmörkum og kostur er.
Tekið er tillit til framkominna athugasemda sem eru lítilsháttar og gefa ekki tilefni til frekari grenndarkynningar. Skipulagsfulltrúa falið að ljúka deiliskipulagsferlinu.
Stöðuleyfi

5.

Furuhvammur 2, gámur

(28.0300.20)

Mál nr. SK090025

210855-2979 Helga Óskarsdóttir, Lindarbyggð 15, 270 Mosfellsbær
Til umræðu áður útgefið stöðuleyfi. Stöðuleyfi er útrunnið. Lóðarhafi hefur ekki brugðist við tilmælum um að fjarlægja gáminn
Skiplags- og byggingarnefnd gefur lokafrest til 15. janúar til að fjarlægja gáminn, eftir 15. janúar verður gripið til dagsekta.
Önnur mál

6.

Stefnumótun um byggingarmagn, Stefnumörkun um hámarksbyggingarmagn á frístundalóðum

Mál nr. SK090066

Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs um stefnumótun varðandi hámarksbyggingarmagn á frístundalóðum.
Málið rætt ítarlega og starfsmönnum sviðsins falið að fullvinna tillögu í samræmi við umræður á fundinum.Vísað til hreppsnefndar.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl. 00:15