41 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Fimmtudaginn 12. apríl 2012 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Davíð Pétursson, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Jón Friðrik Snorrason.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Jón Friðrik Snorrason mætti í forföllum S. Fjólu Benediktsdóttur.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi – Mál nr. 1204002

Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdarstjóri DAB mætti á fundinn og fór yfir stöðu bæði nýbyggingar og eldri byggingar DAB.

2

120. mál til umsagnar – Mál nr. 1203029

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, 120. mál.

GJG skoðar málið og gerir athugasemdir ef þörf krefur.

3

220. mál til umsagnar – Mál nr. 1203028

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um tímasetta áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga, 220. mál.

GJG skoðar málið og gerir athugasemdir ef þörf krefur.

4

Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) 2012 ásamt ársreikningi 2011 – Mál nr. 1203027

Boðaður er aðalfundur HeV þann 23. apríl n.k.

Oddviti fer með umboð hreppsnefndar á fundinum.

5

Minnisblað frá Vinnumálastofnun vegna sumarstarfa 2012 – Mál nr. 1203026

Lagt fram.

6

Boð um aðstoð sjálfboðaliða til að sinna umhverfis- og menningarmálum í samstarfi við sveitarfélög. – Mál nr. 1203027

Lagt fram.

7

Málþing um háspennulínur og jarðstrengi. – Mál nr. 1203026

Verður haldið þann 18.apríl nk.

Lagt fram.

8

,,að efla menningarstarfsemi og fjölga atvinnutækifærum á Vesturlandi – Mál nr. 1203025

Lögð fram styrkumsókn til Menningarráðs Vesturlands.

Lagður fram tölvupóstur frá Huldu Guðmundsdóttir á Fitjum.

9

Leyfi Skorradalshrepps til að drena frá íbúðarhúsinu í Vatnshorni og mála það að utan. – Mál nr. 1203024

Ósk um leyfi Skorradalshrepps til að drena frá íbúðarhúsinu í Vatnshorni og mála það að utan, til að forða því frá bráðri eyðileggingu (samhljóða erindi verður sent Skógrækt ríkisins.

Lagður fram á fundinum tölvupóstur frá umráðamanni íbúðarhússins og landi í kringum það. Heimilar hann Huldu Guðmundsdóttur að hún hafi aðgang að húsinu. Hreppsnefnd gerir því ekki athugasemdir við hugsanlegar framkvæmdir fyrir sitt leyti.

10

Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit á svæði 5. – Mál nr. 1203023

Lögð fram til fyrri umræðu.

Samþykkt að vísa henni til seinni umræðu.

11

Heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2011 – Mál nr. 1202027

Lagt fram.

12

Ársskýrsla RARIK 2011 – Mál nr. 1203020

Lögð fram.

13

Um lagningu raflína í jörð. – Mál nr. 1203019

Lagt fram erindi þar sem Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu þar sem iðnaðarráðherra í samráði við umhverfisráðherra er falið að skipa nefnd er móti stefnu um lagningu raflína í jörð.

Málið kynnt.

14

Styrkbeiðni til gerðar á Hjólabók um Vesturland. – Mál nr. 1203018

Sótt er um styrk að upphæð 40.000 krónur.

Hafnað, KHG falið að svara erindinu.

15

Erindi frá umhverfisráðuneytinu. vegna frumvarps til breytinga á lögum nr.55/2003. – Mál nr. 1203017

Óskað er eftir athugasemdum vegna frumvarpsdraga til breytinga á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, vegna innleiðingar á úrgangstilskpun 2009/98/EB.

Lagt fram.

16

Vinnuskjal um eflingu sveitarstjórnarstigsins – Mál nr. 1203016

Lagt fram.

17

Kerfisáætlun 2012-2016/langtímaáætlun til árs 2026 – Mál nr. 1203015

Lögð fram fimm ára kerfisáæltun frá Landsneti ásamt langtímaáætlun til 2026.

18

Svar við styrkbeiðni í Fornleifasjóð. – Mál nr. 1203014

Lagt fram svarbréf frá Fornleifasjóði um styrkbeiðni til rannsóknar og skiltagerðar í Vatnshorni í Skorradal.

19

Viðbótarbúnaður í slökkvibílinn Skorra – Mál nr. 1105012

Lögð fram áætlun um kostnað.

Ekki unnt að verða við erindinu. Oddvita falið að svara slökkviliðsstjóra.

20

Styrkir til gæðaverkefna árið 2011 – Mál nr. 1112006

Vísun í lið 2 í fundargerð frá 14. desember s.l.

Ekki var sótt um styrk til verkefna.

21

Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélagnna 26.-27. apríl 2012 – Mál nr. 1202013

Boð um að senda fulltrúa á samráðsfund Skipulagsstofnunar og sveitarfélaganna.

Samþykkt að heimila einum fulltrúa hreppsins að fara á fundinn.

Fundargerðir til staðfestingar

22

7. fundargerð nefndar um sameiningu þriggja fjallskilasamþykkta. – Mál nr. 1202032

Fundargerð lögð fram.

Fundargerðin staðfest. Varðandi lið 2 í fundargerðinni leggur sveitarsjórn til að skipuð verði bráðabirgðayfirnefnd fjallskilamála sem inniheldur 1 fulltrúa frá Akranesi, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi. Nefndin hafi það verk að setja sér samþykktir sem verði síðan lagðar fyrir sveitarstjórninar. Hreppsnefnd mælir með því að mál markvarða verði einnig undir þessari yfirnefnd. Jón E. Einarsson skipaður í bráðabirgðayfirnefnd

23

8. fundargerð nefndar um sameiningu þriggja fjallskilasamþykkta. – Mál nr. 1203004

Fundargerðin lögð fram.

Fundargerðin staðfest. Vegna liðar 2 er vísað í fyrra svar hreppsnefndar vegna fundargerðar nr. 7.

24

9. fundargerð nefndar um sameiningu þriggja fjallskilasamþykkta. – Mál nr. 1203030

Lögð fram.

Fundargerðin staðfest.

25

Fundargerð nr. 10 og 11 – Mál nr. 1203022

Lagðar fram fundargerðir búfjáreftirlitsnefndar svæði 5 nr. 10 og ll ásamt samningi við BúVest.

Fundargerðinar samþykktar.

Fundargerðir til kynningar

26

Fundargerð nr. 795 hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – Mál nr. 1203031

Lögð fram.

27

Hreppsnefnd – 40 – Mál nr. 1203002F

Lögð fram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

01:30.