45 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
45. fundur

Miðvikudaginn 28. apríl 2010 kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson, Ómar Pétursson, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og Bjarni Þorsteinsson.

Fundarritari var Ómar Pétursson.
Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Sameining lóðanna Indriðastaðir 48-49 – Mál nr. 1004007

Sótt er um leyfi til að sameina lóðirnar Indriðastaðir 48 og 49. Heiti lóðar eftir breytingu verður Indriðastaðir 48. Samkvæmt uppdrætti frá Landlínum dags. 08.04.2010.

Samþykkt

2

Gistiaðstaða – Mál nr. 1004003

Fitjar. Sótt er um leyfi til að endurinnrétta geymslu samkvæmt teikningum frá Þormóði Sveinssyni.

Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

Byggingarleyfismál

3

Frístundahús – Mál nr. 1004002

Skálalækjarás 12. Sótt er um leyfi fyrir að breyta utanhúsklæðningu frá timburklæðningu í standandi aluzinkklæðningu. Einnig er óskað eftir að þakefni verði aluzink í stað stallaðs svarts þakstáls.

Samþykkt

4

Frístundahús utanhúskl – Mál nr. 1004005

Indriðastaðir 15. Sótt er um leyfi til að breyta klæðningu útveggja frá timburklæðningu í lárétta aluzinkklæðningu

Samþykkt

5

Frístundahús – Mál nr. 1004006

Dagverðarnes 204. Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús samkvæmt uppdráttum frá Gunnari S. Óskarssyni. Stærðir 112,7m² og 388,6m³.

Samþykkt með fyrirvara um gildistöku deiliskipulagsbreytingar.

6

Frístundahús – Mál nr. SK090051

Fitjahlíð 60. Sótt er um leyfi til að stækka frístundahús. Heildarstærð eftir stækkun 71,6 fm. Grenndarkynning hefur farið fram skv. 7 mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

7

Bátaskýli – Mál nr. SK100009

Fitjahlíð 52, bátaskýli. Sótt er um leyfi til að byggja bátaskýli. Teikningar frá Sæmundi Eiríkssyni. Stærðir 34,8m² og 109,7m³.

Samþykkt

8

Frístundahús – Mál nr. SK090052

Fitjahlíð 56. Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhúsið skv. uppdráttum frá Lúðvík B. Björnssyni, byggingatæknifræðingi dags. 24.04.10. Grenndarkynning hefur farið fram skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

Skipulagsmál

9

Deiliskipulagsbreyting – Mál nr. SK100012

Sótt er um deiliskipulagsbreytingu á svæði 5 í Dagverðarnesi.

Samkvæmt stefnu Skorradalshrepps um byggingarmagn á lóðum má heildarbyggingarmagn ekki fara yfir 300m² á lóð.

10

Málefni Hornsár – Mál nr. SK080061

Málefni Hornsár. Lagt fram bréf frá Lendum ehf dags. 27.04.2010

Bréfið kynnt og málið er í vinnslu hjá skipulagsfulltrúa.

Framkvæmdarleyfi

11

Efnistaka í Kaldá – Mál nr. SK090031

Aftur á dagskrá erindi Sigurðar Péturssonar sem sækir um formlegt framkvæmdaleyfi fyrir námu í landi Vatnsenda og Mófellsstaða samkvæmt uppdrætti frá Ólafi Guðmundssyni. Fyrir liggur samþykki eigenda jarðanna og umsagnir stofnana.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að leyfi verði veitt.

Fyrispurn

12

Frístundahús – Mál nr. 1004004

Vatnsendahlíð 26. Óskað er eftir umsögn nefndarinnar hvort heimilað verði að byggja tæknirými undir frístundahús.

Samræmist ekki deiliskipulagsskilmálum

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:00.