5 – Búfjáreftirlitsnefnd Borgarbyggðar og Skorradalshr

Skorradalshreppur

Búfjáreftirlitsnefnd á svæði 5, fundur nr. 5
Fundargerð
25. apríl 2007
Fundur búfjáreftirlitsnefndar á svæði 5 haldinn í ráðhúsi Borgarbyggðar þann 25. apríl 2007.
Mættir eru: Guðmundur Sigurðsson fyrir hönd Borgarbyggðar og Pétur Davíðsson fyrir hönd
Skorradalshrepps. Einnig sat Sigurjón Jóhannsson, dreifbýlisfulltrúi Borgarbyggðar fundinn.
Sigrún Ólafsdóttir, fulltrúi Borgarbyggðar boðaði forföll, rétt fyrir fund.
Guðmundur setti fund og bauð fólk velkomið. Var síðan gengið til dagskrá.
1. Guðmundur lagði fram, til kynningar, undirritaðan samning við Búnaðarsamtök
Vesturlands um framkvæmd forðagæslu á svæðinu á árinu 2007.
2. Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit.
Guðmundur lagði fram breytingartillögur Borgarbyggðar við gjaldskránna.
Varðandi breytingu, að bætt sé inn gjaldi vegna handsömunar á búfé, þá telur nefndin
að þetta eigi ekki heima í gjaldskránni, þar sem ekkert land innan sveitarfélaganna,
Borgarbyggar og Skorradalshrepps sé friðlýst sbr. 8. og 9. gr. laga um búfjárhald nr.
103/2002. Beinir því nefndin sveitarstjórnum að skoða 4. gr. laga um dýravernd nr.
15/1994 um friðun heimalanda frá 1. desember til 1. maí á þeim bújörðum þar sem
ekki er búfjárhald.
Einnig var breytt nokkrum atriðum varðandi texta og upphæðum. Ekki er fallist á þá
breytingatillögu að setja hámark á innheimtu fjölda tímaeiningu, í annari grein
gjaldskrárinnar.
Breytt gjaldskrá lögð fram og samþykkt. Formanni falið að senda gjaldskrána aftur til
hlutaðeigandi sveitarstjóna til afgreiðslu. Gjaldskráin þarf að fara í gegnum tvær
umræður í sveitarstjórnum. Þegar sveitarstjórnir hafa afgreitt þessa samþykktu
gjaldskrá mun formaður koma henni til endanlegrar afgreiðslu í
landbúnaðarráðuneytinu.
Ekki fleira gert og fundi slitið.
Pétur Davíðsson, ritari