51 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Þriðjudaginn 26. febrúar 2013 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Jón Friðrik Snorrason.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Fundur með formönnum sumarhúsafélaganna. – Mál nr. 1301011

Eftirtaldir fulltrúar eru mættir:

Sæmundur Benediksson, Fitjahlíð

Vilhjálmur Þorláksson, Vatnsendahlíð

Páll Þorgeirsson, Dagverðarneshverfi

Bergþór Þormóðsson, Hvammsskógi

Björn Vignir Björnsson, Hálsahverfi

Fulltrúi Indriðastaðahverfis boðaði forföll fyrr í dag.

Oddviti setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Menn kynntu sig. PD fór yfir hugsanlega ljósleiðaravæðingu sveitarfélagins. Sagði frá skýrslu Eflu verkfræðistofu. Formenn sumarhúsafélaganna fengu hana í lok nóvember s.l. til skoðunar. Einnig sagði PD frá fundum sem þessi mál hefðu verið rædd. Urðu umræður um málið. Tillaga frá formönnum um að skipa einn fulltrúa frá þeim í vinnuhópinn sem er að skoða ljósleiðaramálið.

KHG ræddi um öryggismyndavélarnar og stöðu þess máls. Menn sammála um að niðurstaða yrði að nást í bæði hvaða myndavélar eru nothæfar og staura fyrir þær. Ljóst er að þessi atriði leiða til aukins kostnaðar við verkefnið.

Almennar umræður urðu síðan um fjármál sveitarfélagins, breytingar á reglum jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna og ástæður hækkunar á álagningarhlutfalli fasteignagjalda í Skorradalshreppi. Umræða varð um sameiningarmál sveitarfélaga og Bergþór ræddi stöðu sveitarfélagins í samanburði við önnur sveitarfélög. Varpaði hann fram vangaveltum um lögheimilisskráningu íbúa í frístundahús.

Rætt var um vegamál, hvað væri aðdráttarafl fyrir svæðið og fleiri mál.

Vilhjálmur ræddi sorpmál og sorphirðu er varðar Vatnsendahverfið og eftirliti við framkvæmd skipulagsáætlana. Bergþór tók undir þessa umræðu

Bergþór spurði um eldvarnir og viðbragðsáætlun vegna gróðurelda. Rætt um þessi atriði, m.a. viðbrögð við eldi, á að flýja eða ekki og berjast við eldinn. Rætt um samræmd viðbrögð við gróðureldi.

Rætt um öryggishlið inn í frístundarhverfin. Misjafnar skoðanir með þau. Björn Vignir ræddi um stöðu málsins á Hálsasvæðinu.

Að endingu þakkaði oddviti fyrir gagnlegan fund og óskaði mönnum góðrar heimferðar.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:35.