52 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
52. fundur

Mánudaginn 8. nóvember 2010 kl. 11:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.

Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1

Vatnsendahlíð 171, frístundahús – Mál nr. 1011006

Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús skv. uppdráttum frá Arkþing, dags. 12.10.2010.

Fyrirhuguð framkvæmd er ekki í samræmi við skipulagsskilmála fyrir lóðina. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjendur.

2

Grenihvammur 1, frístundahús – Mál nr. 1011007

Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús skv. uppdráttum frá EON arkitektum, teikn. dags. 30. október 2010.

Fyrirhuguð framkvæmd er ekki í samræmi við skipulagsskilmála fyrir lóðina. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjendur.

3

Refsholt, 7, reyndarteikningar – Mál nr. 1011008

Lagðar fram reyndarteikningar af Refsholti 7, skv. uppdráttum frá Hagtækni, teikn. dags. 1. júlí 2010.

Samþykkt.

Skipulagsmál

4

Hvammur, deiliskipulag svæði 1B – Mál nr. 1011004

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi í landi Hvamms, svæði 1B skv. uppdráttum frá GASSA arkitektum. Teikn. dags. 4.10.2010.

Tillagan rædd. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.

Fyrispurn

5

Fitjahlíð 6, byggingaráform – Mál nr. 1011005

Lögð fram tillaga að uppbyggingu á lóðinni Fitjahlíð 6, skv. uppdtáttum frá Arkþing dags. 1.11.2010.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið.
Hulda Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrálið.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

14:00.