54 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
54. fundur

Mánudaginn 17. janúar 2011 kl. 14:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.

Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingafulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Ný skipulagslög – námskeið – Mál nr. 1101005

Námskeið Skipulagsstofnunar, 20. janúar, um skipulagsmál fyrir kjörna fulltrúa.

Málið kynnt. Samþykkt að óska eftir að nefndarmenn í skipulags- og byggingarnefnd sæki fundinn fyrir hönd Skorradalshrepps og hreppsnefndarmenn verði til vara.

Skipulagsmál

2

Umsókn um stofnun nýrrar lóðar. – Mál nr. 1101009

Sótt er um stofnun nýrrar lóðar, Mófellsstaðir 1, úr landi Mófellsstaða skv. uppdrætti frá Ómari Péturssyni dags. 12.01.2011.

Samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka málinu.

Framkvæmdarleyfi

3

Framkvæmdaleyfi, endurnýjun hitaveitulagnar. – Mál nr. 1101008

Orkuveita Reykjavíkur sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun hitaveitulagnar sbr. bréf dags. 20.12.2010 og uppdrætti af fyrirhugaðri framkvæmd.

Samþykkt með fyrirvara um skriflegt samþykki landeigenda. Óskað er eftir rafrænni hnitasetningu á lögninni við verklok.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

16:00.