56 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
56. fundur

Miðvikudaginn 2. mars 2011 kl. 13:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Skilti við Vatnshornsskóg – Mál nr. 1103001

Sótt er um skilti við Vatnshornsskóg skv. bréfi Umhverfisstofnunar dags. 8. febrúar 2011.

Samþykkt með fyrirvara um skriflegt samþykki landeigenda og að endanleg staðsetning verði tilkynnt skipulags- og byggingarfulltrúa áður en framkvæmdir hefjast.

2

Refsholt 57, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1009005

Aftur á dagskrá umsókn um breytingu á deiliskipulagi: Frístundabyggð í Hálsaskógi IV. áfangi vegna Refsholts 57. Bréf dags. 28.02.2011 fylgir erindinu.

Nefndin samþykkir að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna fyrir lóðarhöfum Refsholts 48, 49,52, 56, 58 og landeigendum Hálsa að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.

Byggingarleyfismál

3

Vatnsendahlíð 135, sumarhús – Mál nr. 1103006

Sótt er um að byggja sumarhús skv. uppdráttum frá AL-HÖNNUN dags. 25.01.11.

Lagt fram til kynningar.

4

Dagverðarnes 74b, viðbygging – Mál nr. 1103005

Sótt er um viðbyggingu við sumarhús skv. uppdráttum frá Inga Gunnari Þórðarsyni byggingarfræðingi, dags. 27.01.2011.

Lagt fram til kynningar.

5

Dagverðarnes 43, viðbygging – Mál nr. 1103004

Sótt er um viðbyggingu við sumarhús skv uppdráttum frá Atelier arkitekta ehf., dags. í janúar 2011.

Lagt fram til kynningar.

Skipulagsmál

6

Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1012003

Aftur til umræðu, eftir auglýgingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi, Hvammskógar neðri, skv. uppdráttum frá Einrúm arkitektar, dags. 8.12.2010. Ein athugasemd barst.

Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir frekari gögnum frá umsækjanda til að geta svarað athugasemdinni. Afgreiðslu frestað.

7

Dagverðranes 17, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1103002

Sótt er um breytingu á deiliskipulagi, svæði 1 í Dagverðarnesi, skv. umsókn mótt. 13.02.2011. Breytingin felur í sér aukið byggingarmagn á lóðinni nr. 17.

Nefndin samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi til tilsvarandi deiliskipulagsbreytingar á svæðinu.

8

Háafell – Umsókn um stofnun þriggja nýrra lóða – Mál nr. 1103003

Sótt er um að stofna þrjár nýjar lóðir úr landi Háafells. Hnitasettir uppdrættir fylgja erindinu.

Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og byggingarfulltrúa.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

16:00.