58 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps

Þriðjudaginn 17. september 2013 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Davíð Pétursson, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Jón E. Einarsson.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir árið 2012 – Mál nr. 1306004

Lagður fram til seinni umræðu ársreikningur ársins 2012. Undir þessum lið mætti Konráð Konráðsson endurskoðandi.

Konráð fór yfir niðurstöðu ársreiknings. Fór yfir það sem munaði á milli áætlunar og niðurstöðu ársins. Einnig ræddi hann um B- hluta ársreiknings og slæma niðurstöðu hans. Rætt um að samræma fjárhagsáætlanir á milli Skorradalshrepps og Borgarbyggðar varðandi fræðslumál. Oddvita falið að senda erindi til Borgarbyggðar um þau mál og óska eftir því jafnframt m.a. að mánaðarlega verði gerðir reikningar í samræmi við áætlun.

Konráð fór líka yfir endurskoðunarskýrsluna og ræddi nokkur atriði sem mættu fara betur í verklagi sveitarfélagsins. Hreppsnefnd mun taka til skoðunar þau atriði sem fram koma í „Minnislista-ábendingar“ dags 30. ágúst 2013 frá endurskoðanda.

2

Umsókn í styrkvegasjóð Vegargerðarinnar fyrir árið 2013. – Mál nr. 1302009

Máli áður frestað. KHG lagði fram minnisblað um útdeilingu fjárins eftir við nokkra verktaka.

Samþykkt að fela oddvita að ganga frá samningi við Guðna Eðvarðsson um verkið.

3

Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. – Mál nr. 1309004

Lögð fram drög að samþykktum sveitarfélagins.

Hreppsnefndarmenn fara yfir drögin fram að næsta fundi.

4

Afrit af erindi eiganda Horns til Orkuveitu Reykjavíkur. – Mál nr. 1304014

Málið varðar afhendingu heits vatns á jörðinni.

Lagt fram. Hreppsnefnd tekur undir sjónarmið bréfritara.

5

Erindi frá Faxaflóahöfnum sf. – Mál nr. 1306006

Lagt fram bréf frá stjórn Faxaflóahafna sf. þar sem kallað er eftir stefnu eiganda varðandi Grundartangarsvæðið.

6

Erindi frá Félagi sumarhúsaeiganda í Hvammi. – Mál nr. 1306007

Lagt fram erindið er varðar hugsanlega byggingu áhaldahús í Skorradal.

Hreppsnefnd þakkar fyrir erindið, en eins og staðan er í dag er bygging áhaldahúss ekki á döfinni.

7

Erindi frá Vaski á bakka ehf. – Mál nr. 1304013

Lagt fram bréf er varðar minkaveiðar í gildrur.

8

Horn, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku – Mál nr. 1208001

Lagt fram bréf frá landeigendum Horns.

Hreppsnefnd óskar eftir minnisblaði frá Skipulagsfulltrúa um málið.

9

Varðar veg að Hálsaskógi. – Mál nr. 1301012

Lagt fram erindi frá Félagi sumarhúsaeiganda á Hálsum.

Oddviti sagði frá samskiptum sínum við Samband íslenskra sveitarfélaga og við Vegagerðina vegna málsins. Hreppsnefnd tekur undir sjónamið Vegagerðarinnar og leggur til að þeirra leið verði farin.

Fundargerðir til staðfestingar

10

Skipulags- og byggingarnefnd – 75 – Mál nr. 1309001F

Fundargerð

Fundargerðin samþykkt í öllum 12 liðum.

Framkvæmdarleyfi

11

Framkvæmdaleyfi, endurnýjun hitaveitulagnar, Indriðastaðir, Litla Drageyri – Mál nr. 1308003

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að veita framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar hitaveitulagnar sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar samþykki landeiganda Indriðastaða, Litlu Drageyrar, Djúpalækjarmýrar, Djúpalækjareyrar, Vegagerðar og Rarik liggur fyrir.

Hreppsnefnd leggur til að veitt verði framkvæmdarleyfi vegna endurnýjunar á hitaveitulögn í landi Indriðastaða, Litlu Drageyrar, Djúpalækjarmýrar og Djúpalækjareyrar þegar samþykki landeiganda liggur fyrir ásamt samþykki Vegagerðar og Rarik og framkvæmdarleyfisgjald að upphæð kr. 80.000,- hefur verið greitt.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

01:50.