6 – Búfjáreftirlitsnefnd Borgarbyggðar og Skorradalshr

Skorradalshreppur

Búfjáreftirlitsnefnd á svæði 5, fundur nr. 6
Fundargerð
20. febrúar 2009
Fundur búfjáreftirlitsnefndar á svæði 5 haldinn að Hvanneyri þann 20. febrúar 2009. Mættir eru: Guðmundur Sigurðsson og Sigrún Ólafsdóttir fyrir hönd Borgarbyggðar og Pétur Davíðsson fyrir hönd Skorradalshrepps.

Guðmundur Sigurðsson, formaður setti fund og bauð fólk velkomið.

Var síðan gengið til dagskrá.

 1. Skýrsla Búnaðarsamtaka Vesturlands (BV) um framkvæmd búfjáreftirlits vegna liðins árs og núverandi tímabil. Torfi Bergsson fulltrúi BV mætti á fundinn og fór yfir skýrsluna. Ástand almennt gott á svæðinu varðandi skil á skýrslum. Torfi ræddi um eftirlit með hrossum og þá vankanta í kringum þær skráningar. Að endingu var lagt fram yfirlit um kostnað vegna búfjáreftirlits veturinn 2007-08.

  Guðmundur lagði fram, til kynningar, undirritaðan samning við Búnaðarsamtök Vesturlands um framkvæmd forðagæslu á svæðinu á árinu 2007.

  Torfi vék nú af fundi.

 2. Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit.

  Skorradalshreppur hefur samþykkt gjaldskrána í gegnum tvær umræður á árinu 2007, en Borgarbyggð hefur ekki lokið umfjöllun um hana.

  Guðmundur lagði því fram aftur breytingartillögu Borgarbyggðar við gjaldskránna.

  Varðandi breytingu, að bætt sé inn gjaldi vegna handsömunar á búfé.

  Ritari lagði fram minnisblað dagsett 20. febrúar 2009. Eftir umræður mælist nefndin til að þessi breyting verði ekki sett í gjaldskrána. Bendir nefndin á fyrrnefnd minnisblað og að hérna sé verið að setja gjaldskrá vegna búfjáreftirlits. Í minnisblaðinu er bent á aðrar leiðir. Nefndin býður einnig upp á að koma á fund umhverfis- og landbúnaðarnefndar eða byggðaráðs Borgarbyggðar til viðræðna.

  Einnig var breytt nokkrum atriðum varðandi texta og upphæðum.

  Breytt gjaldskrá lögð fram en afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 3. Samningur við Búnaðarsamtök Vesturlands um búfjáreftirlit 2007-08. Nefndin staðfestir formlega, heimild er veitt var formanni í tölvupósti til að undirrita samningin haustið 2007 og gilti í eitt ár.

 4. Samningur við Búnaðarsamtök Vesturlands um búfjáreftirlit 2008-09. Gildir hann í eitt ár og er óbreyttur frá fyrra ári bæði er varðar verð á tímeiningu og texta.

  Samningur er samþykktur og formanni heimilað að undirrita hann.

Ekki fleira gert og fundi slitið.
Pétur Davíðsson, ritari