61 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Föstudaginn 20. desember 2013 kl. 10:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Davíð Pétursson, Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir og Jón Friðrik Snorrason.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Málefni sveitarfélagins – Mál nr. 1312004

Í upphafi fundar bóka GJG og KHG eftirfarandi:

GJG og KHG harma að ítrekað hafi orðið misbrestur á að fundir séu boðaðir með lögmætum hætti í hreppsnefnd.

2

Fjárhagsáæltun 2014 – Mál nr. 1312001

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.

Samþykkt að vísa henni til seinni umræðu.

3

Erindi frá Ungmennafélaginu Íslendingi vegna Hreppslaugar. – Mál nr. 1301013

Sigtryggur Herbertsson, gjaldkeri Ungmennafélagsins Íslendings, mætti á fundinn og fór yfir niðurstöðu rekstrar Hreppslaugar frá liðnu sumri.

Var rætt um rekstrarniðurstöðu sumarsins og framtíð Hreppslaugar.

4

Ákvörðun útsvarsprósentu fyrir árið 2014 – Mál nr. 1312002

Nokkrar umræður urðu um hvaða þýðingu það hefur fyrir hreppinn að leggja á lágmarksútsvar.

Samþykkt að leggja á lágmarksútsvar á árinu 2014.

5

Kosning endurskoðanda vegna ársins 2013 – Mál nr. 1312003

Samþykkt að ráða KPMG sem endurskoðanda sveitarfélagsins vegna uppgjörs ársins 2013. Kostnaður tekur mið af verðlagsbreytingum á milli ára.

6

Skipulags- og byggingarnefnd – 76 – Mál nr. 1310003F

Lögð fram fundargerð frá 15. nóvember s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 12 liðum.

7

Erindi frá SSV um samstarf í menningarmálaum. – Mál nr. 1311008

Lagt fram bréf SSV.

Oddviti lagði fram bréf sem sent var stjórn SSV í samráði við hreppsnefndarmenn.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

13:30.