61 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps

61. fundur

Mánudaginn 17. október 2011 kl. 14:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og Ulla Rolfsigne Pedersen.

Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn erindi

1

Vatnsból í Hvammslandi – Mál nr. 1106005

Aftur á dagskrá. Óskað var eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Svarbréf Heilbrigðiseftirlitsins bréf dags. 19. september 2011. Meðfylgjandi er úttektarskýrsla. Starfsleyfi fyrir nýja vantsveitu hefur ekki verið gefið út en þar mun koma fram fjöldi frístundahúsa sem vatnsveitan þjónar.

Skipulags- og byggingarnefnd mun taka hliðsjón af starfsleyfi vatnsveitu við afgreiðslu nýs deiliskipulags á svæðinu.

Fundargerðir til staðfestingar

2

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 6 – Mál nr. 1110001F

Fundargerðin lögð fram.

3

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 5 – Mál nr. 1108004F

Fundargerðin lögð fram.

Byggingarleyfismál

4

Vatnsendahlíð 47, sumarhús. – Mál nr. 1105002

Áður frestað erindi. Ný gögn hafa borist.

Erindinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

5

Fyrirspurn, viðarskýli í Hvammi – Mál nr. 1109002

Fyrirspurn Skógræktar ríkisins um leyfi vegna fyrirhugaðs viðarskýlis bréf dags. 1. september 2011.

Framkvæmdin er byggingarleyfisskyld. Byggingarfulltrúa falið að leiðbeina varðandi málið.

6

Vatnsendahlíð 26, flutningur á sumarhúsi – Mál nr. 1110006

Sótt er um að fjarlægja núverandi sumarhús. Húsið verður endurbyggt í öðru sveitarfélagi.

Samþykkt með fyrirvara um veðbókarvottorð.

Skipulagsmál

7

Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1012003

Áður frestað erindi varðandi sameiningu lóðanna Dynhvammur 5 og Hvammsskógar 43. Fundað hefur verið með nágrönnum þar sem þeir komu athugasemdum á framfæri.

Í ljósi athugasemdanna samþykkir nefndin að óska eftir fundi með umsækjendum deiliskipulagsbreytinganna.

8

Deiliskipulagsbreytingar – Mál nr. 1106008

Svarbréf hreppsnefndar við erindi skipulags- og byggingarnefndar þar sem óskað var eftir stefnumótun varðandi deiliskipulagsbreytingar.

Lagt fram. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að gera tillögur til nefndarinnar skv. niðurstöðu hreppsnefndar.

9

Dagverðarnes S1 og S2, deiliskipulagsskilmálar – Mál nr. 1110007

Lögð fram tillaga að deiliskipulagsskilmálum fyrir svæði 1 og 2 í Dagverðarnesi.

Nefndin tekur jákvætt í tillöguna og vísar henni til kynningar í hreppsnefnd. Tillagan verði jafnframt kynnt fyrir landeiganda Dagverðarness og stjórn sumarhúsafélagsins í Dagverðarnesi. Afgreiðslu frestað.

Fleira gerðist ekki.