62 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps

62. fundur

Mánudaginn 7. nóvember 2011 kl. 12:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og Ulla Rolfsigne Pedersen.

Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Þetta gerðist:

Fundargerðir til kynningar

1

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 7 – Mál nr. 1111001F

Fundargerðin lögð fram.

Skipulagsmál

2

Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022 – Mál nr. 1012025

Tillaga að Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Aðalskipulagstillagan var auglýst með athugasemdafresti frá 22. desember 2010 til 09. febrúar 2011. Tólf athugasemdir bárust. Svör skipulagsfulltrúa vegna innsendra athugasemda og tillaga að breytingum vegna þeirra lögð fram. Jafnframt lögð fram greinargerð vegna umhverfisskýrslu.

Svörin, tillaga að breytingum og greinargerð vegna umhverfisskýrslu rædd og samþykkt.
Lagt er til við hreppsnefnd að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu með þeim breytingum sem fram koma í lista skipulagsfulltrúa dags. 3. nóvember 2011. Um er að ræða óverulegar breytingar og lagfæringar. Málinu vísað til afgreiðslu hreppsnefndar.

3

Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1012003

Áður frestað erindi. Fundað hefur verið með þeim sem athugasemdir gerðu og fulltrúum umsækjanda. Í ljósi athugasemda hefur verið hætt við sameiningu lóðanna. Breytt deiliskipulagstillaga hefur verið send inn þar sem tekið er tillit til athugasemda. Einungis er um að ræða aukið byggingarmagn á Hvammsskógum 43.

Breytingin er samþykkt. Ekki er talin þörf frekari kynningar þar sem breytingin hefur í för með sér umtalsvert minni áhrif en auglýst tillaga. Vísað til afgreiðslu hreppsnefndar.

4

Deiliskipulag á landi Bleikulágaráss í landi Indriðastaða, breyting – Mál nr. 1105004

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu vegna lóðarinnar Lambaás 3. Um er að ræða skilmálabreytingu sem felur í sér að byggingarmagn verður aukið úr 100 fm í 135 fm.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna að teknu tilliti til athugasemda sem fram komu á fundinum. Vísað til afgreiðslu hreppsnefndar.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

14:15.