65 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
65. fundur

Miðvikudaginn 6. júní 2012 kl. 11:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn:

Pétur Davíðsson, Jón Pétur Líndal, Jón E. Einarsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Indriðastaðir 36, vatnselgur – Mál nr. 1206002

Erindi frá Guðjóni Baldurssyni, bréf dags. 8. apríl 2012, varðandi vatnselg við frístundalóð Indriðastaði 36.

Framkvæmdin er hvorki á landi sveitarfélagsins né á skipulagi og því ekki á forræði sveitarfélagsins.
PD vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Fundargerðir til staðfestingar

2

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 11 – Mál nr. 1205004F

Fundargerð lögð fram

3

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 10 – Mál nr. 1205003F

Fundargerð lögð fram

4

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 12 – Mál nr. 1206001F

Fundargerð lögð fram

Byggingarleyfismál

5

Fitjahlíð 32 – Mál nr. SK060025

Erindi var vísað til skipulags- og byggingarnefndar af 10. afgreiðslufundi byggingarfulltrú. Sótt er um viðbyggingu við frístundahús. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna stækkun frístundahúss um 41,7 fm fyrir lóðahöfum Fitjahlíðar 30, 31, 33 og 34 og landeigendum Fitja. Lagfæra þarf teikningar áður, þar sem ósamræmi er milli þeirra og umsóknar.

Skipulagsmál

6

Vatnsendahlíð 186, 8. áfangi deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1205004

Sótt er um að Vatnsendahlíð 186 verði skipt í tvær lóðir skv. uppdrætti frá Ólafi Guðmundssyni dags. 15. maí 2012.

Umsóknin samræmis ekki bókun hreppsnefndar sbr. fundi þann 23. maí 2002 þar sem stærð frístundalóða skal vera að lágmarki 3.334 m2 og enn fremur samræmist umsóknin ekki stefnu sveitarfélagsins sem fram kemur í aðalskipulagstillögu. Erindinu er því hafnað.

7

Dagverðarnes S1 og S2, deiliskipulagsskilmálar – Mál nr. 1110007

Tillaga deiliskipulagsskilmála voru kynntir fyrir Stjórn sumarhúsafélagsins í Dagverðarnesi og landeiganda Dagverðarness. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt að leggja til við hreppsnefnd að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012

Sæmundur vék af fundi eftir 4 fyrstu liðina.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

13:30.