66 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
66.fundur

Mánudaginn 24. febrúar 2014 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Guðrún J. Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Sameiningarkostir og samstarf nágrannasveitarfélaganna. – Mál nr. 1401002

Fyrsta verk fundarins er opnun skoðanakönnunar um vilja íbúa til sameiningar við annað hvort Borgarbyggð eða Hvalfjarðarsveit eða áframhaldandi sjálfstæði.

47 íbúar sem voru á kjörskrá Skorradalshrepps þann 6. febrúar s.l. sem fengu skoðanakönnunina senda í pósti.

Hrefna Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi tók upp könnunina og taldi saman atkvæðin.

39 svör bárust, eða 83% þátttaka.

Niðurstaðan varð eftirfarandi:

Valmöguleikar:

Skorradalshreppur tekur upp sameiningarviðræður við Borgarbyggð 15 atkvæði eða 38,5%

Skorradalshreppur tekur upp sameiningarviðræður við Hvalfjarðarsveit 1 atkvæði eða 2,6%

Skorradalshreppur stendur áfram sem sjálfstætt sveitarfélag 23 atkvæði eða 59,0%

Hreppsnefnd tekur ákvörðun í næstu viku um niðurstöðu könnuninnar, sbr. fund hreppsnefndar 11. febrúar s.l.

2

Starfssemi SSV – framtíðarstefna. – Mál nr. 1308004

Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíð SSV.

Hrefna Jónsdóttir framkvæmdarstjóri fór yfir niðurstöðu starfshópsins. Hreppsnefnd tekur undir niðurstöðu starfshópsins.

3

Umsókn um húsaleigubætur. – Mál nr. 1310002

Lögð fram umsókn um húsaleigubætur.

Samþykkt að greiða húsaleigubætur samkvæmt framlögðum útreikningi.

4

Hreppslaug – undirbúningur friðlýsingar – Mál nr. 1401006

Lagt fram erindi frá Minjastofnun Íslands þar sem tilkynnt er að hefja eigi undirbúning að tillögu til ráðherra um friðlýsingu Hreppslaugar.

Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og styður friðlýsinguna.

5

Erindi frá Ungmennafélaginu Íslendingi vegna Hreppslaugar. – Mál nr. 1301013

Ulla Pedersen formaður Ungmennafélagins mætti á fundinn.

Rætt var um málefni Hreppslaugar.

6

Erindi frá stjórn sumarhúsaeiganda í Fitjahlíð. – Mál nr. 1401004

Oddviti lagði fram tölur um áætlaðan kostnað frá Vegagerðinni.

7

Erindi frá Vélabæ ehf. – Mál nr. 1401005

Tilkynning um hækkun hlutafjár Vélabæjar ehf. og rétt Skorradalshrepps til kaupa á víðbótarhlutafé.

8

Starfsemi Menningarráðs Vesturlands og menningarfulltrúa Vesturlands – Mál nr. 1401008

Lagt fram afrit af bréfi Menningarfulltrúa Vesturlands um starfsemi Menningarráðs.

9

Áskorun til sveitarstjórna – Mál nr. 1401009

Erindi frá Stéttarfélagi Vesturlands um opinber útboð og innkaup.

Lagt fram.

10

Erindi frá Freyjukórnum – Mál nr. 1401011

Óskað er eftir stuðningi við verkefnið Syngjandi konur á Vesturlandi.

Samþykkt að veita 10.000 kr. í stuðning við verkefnið.

11

Kynningafundur vegna Landskipulagstefnu 2015-2026 – Mál nr. 1402008

Kynningafundur verður í Borgarnes þann 27. febrúar n.k.

Samþykkt að oddviti fari.

Fundargerðir til kynningar

12

Hreppsnefnd – 64 – Mál nr. 1402003F

Lögð fram fundargerð frá 3. febrúar s.l.

13

Hreppsnefnd – 65 – Mál nr. 1402006F

Lögð fram fundargerð frá 11. febrúar s.l.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:30.