67 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
67. fundur

Þriðjudaginn 31. júlí 2012 kl. 11:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Sæmundur Víglundsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Fundargerðir til staðfestingar

1

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 14 – Mál nr. 1207002F

Fundargerð lögð fram

Skipulagsmál

2

Dagverðarnes 129, umsókn um deiliskipulagsbreytingu – Mál nr. 1206003

Grenndarkynningu er lokið. Athugasemd barst frá landeiganda og eiganda lóðar nr. 134. Aðrir grannar samþykktu kynninguna.

Skipulags- og byggingarnefnd hefur kynnt sér innsendar athugasemdir. Nefndin fellst ekki á þær og heimilar deiliskipulagsbreytingu lóðar 129 í Dagverðarnesi.

3

Indriðastaðahlíð 114 og 116, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1205005

Sótt er um deiliskipulagsbreytingu um sameiningu lóða Indriðastaðahlíðar 114 og 116. Sameining lóða felur í sér að lóð 114 fellur niður, ásamt byggingarrétti þar sem byggingaréttur hefur verið nýttur á lóð 116.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum 108,113,115,117,119 og 120 við Indriðastaðahlíð og landeiganda Indriðastaða.

Framkvæmdarleyfi

4

Lögrétt í landi Horn – Mál nr. 1207004

Sótt er um framkvæmdaleyfi til að reisa lögrétt í landi Horns

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að kynna framkvæmdaleyfi fyrir landeiganda og Vegagerðinni.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

12:45.