69 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
69.fundur

Fimmtudaginn 29. maí 2014 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Guðrún J. Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

6. mánaðauppgjör 2013 – Mál nr. 1311009

Lagt fram 6. mánaðauppgjör.

2

12. mánaðauppgjör 2013 – bráðabirgða – Mál nr. 1404004

Uppgjörið lagt fram.

3

Fjárhagsáætlun 2014 – Mál nr. 1312001

Lögð fram til seinni umræðu.

Fjárhagsaætlun lögð fram til seinni umræðu. Fjárhagsáætlun samþykkt með smá breytingu.

Hreppsnefnd samþykkir að álagningarhlutfall fasteignagjalda fyrir árið 2014 verði fyrir A-stofn 0,5% og fyrir B- og C- stofn 1,32%.

4

3 ára fjárhagsáætlun 2015-2017 – Mál nr. 1312005

Lögð fram til seinni umræðu.

Samþykkt.

5

Ársreikningur 2013 – Mál nr. 1405009

Lagðar fram niðurstöðutölur ársreiknings 2013.

PD fór yfir niðurstöðurtölur ársins 2013.

6

Ný fjallskilasamþykkt fyrir Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. – Mál nr. 1303007

Lögð fram til seinni umræðu.

Tillaga að nýrri fjallskilasamþykkt samþykkt.

7

Sveitarstjórnakosningar 31. maí 2014 – kjörskrá – Mál nr. 1405008

Lögð fram kjörskrá.

Alls eru 48 á kjörskrá. Hún síðan samþykkt og oddvita falið að staðfesta hana.

8

Umsókn um styrk vegna móts í latin dönsum – Mál nr. 1403007

Lagt fram erindi frá Brynjari Björnssyni.

Meirihluti hreppsnefndar samþykkir að veita honum kr. 75.000 í stuðning.

9

Umsókn um rekstrarstyrk vegna Hreppslaugar. – Mál nr. 1403008

Ungmennafélagið Íslendingur sækir um styrk vegna rekstrar á árinu 2014.

Hreppsnefnd samþykkir framlag til rekstrar á Hreppslaug fyrir árið 2014 kr. 625.000,- Hluti framlagsins fer í að gera upp lán ungmennafélagsins við sveitarfélagið.

10

Endurgerð gróðurkorts af Skorradal – Mál nr. 1403009

Lagður fram drög af samningi við Náttúrufræðistofnun Íslands.

Drögin samþykkt og oddvita falið að undirrita samninginn.

11

Ljósleiðarakerfi Skorradalshrepps – Mál nr. 1204014

PD fór yfir stöðu málsins.

Hreppsnefnd leggur til að unnið sé áfram að málinu.

12

Upplýsingaskilti við þjóðvegina – Mál nr. 1403010

PD kynnti málið.

Oddvita falið að skoða málið.

13

Sameiningarkostir og samstarf nágrannasveitarfélaganna. – Mál nr. 1401002

PD vil bóka eftirfarandi:

Komið hefur í ljós að einhver/jir telja að það hafi ekki verið byrjaðar viðræður á milli Skorradalshrepps og Borgarbyggðar um afstöðu til sameiningar sveitarfélaganna. PD vill vísa í samhengi til hreppsnefndarfundar þann 14. mars 2007, en þar er bókað eftirfarandi „Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkti að við gildistöku aðalskipulags

Skorradalshrepps yrði boðað til sameiginlegs fundar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps um næstu skref í málinu.“

Aðalskipulagið var staðfest í október s.l. og var því haldinn sameiginlegur fundur sveitarfélaganna þann 3. janúar s.l. í samræmi fyrrnefnda bókun frá 2007.

Fundargerðir til staðfestingar

14

16. fundargerð nefndar um sameiningu þriggja fjallskilasamþykkta. – Mál nr. 1404003

Lögð fram fundargerð.

Fundargerðin samþykkt.

15

Skipulags- og byggingarnefnd – 78 – Mál nr. 1403001F

Lögð fram fundargerð frá 11. mars s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 6. liðum.

16

Skipulags- og byggingarnefnd – 79 – Mál nr. 1403003F

Lögð fram fundargerð frá 31. mars s.l.

Fundargerðin samþykkt í báðum liðum. KHG sat hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.

17

Skipulags- og byggingarnefnd – 80 – Mál nr. 1405002F

Lögð fram fundargerð frá 28. maí s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 10. liðum. KHG sat hjá við afgreiðslu liðar nr. 8,9 og 10.

Fundargerðir til kynningar

18

Hreppsnefnd – 68 – Mál nr. 1403002F

Lögð fram fundargerð frá 6. mars s.l.

Skipulagsmál

19

Deiliskipulag bátaskýla í landi Indriðastaða – Mál nr. 1402006

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga deiliskipulags er varðar svæði fyrir bátaskýli í landi Indriðastaða verði auglýst sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu deiliskipulags og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

20

Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala – Mál nr. 1402009

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að unnið verði deiliskipulag fyrir lóðir 47,49,51,53,54,56,58,60 og 62 á Kiðhúsabala. Einnig að unnið verði í samræmi við framlagða tillögu landeiganda vegna lóða nr. 49, 51A og 51.

Hreppsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að vinna deiliskipulag af svæðinu. Hreppsnefnd óskar eftir samvinnu við landeigendur um gerð deiliskipulagsins. KHG vék af fundi við afgreiðslu málsins.

21

Hvammsskógar 46, bygg.mál – Mál nr. 1310001

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags. Tvö erindi bárust vegna grenndarkynningar og höfðu þau ekki áhrif á tillögu óverulegrarbreytingar deiliskipulags.

Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2.mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að tilkynna niðurstöðu hreppsnefndar til þeirra sem tjáðu sig um málið og birta niðurstöðuna í B-deild Stjórnartíðinda.

22

Hvammsskógur 22, 24 og 26, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1402003

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að óveruleg breyting deiliskipulags nái til lóða 22, 24 og 26 við Hvammsskóga og hún grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010 m.s.br. fyrir lóðarhöfum Hvammsskóga 19, 20, 21, 23, 25, 28 og landeiganda. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar ósk um byggingareit bátaskýlis og fjórðu byggingar á sameinaðri lóð 22 og 24 sbr. aðalskipulag Skorradalshrepps.

Hreppsnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags Hvammsskóga 22, 24 og 26 og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

23

Lambaás 4-deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1309001

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem lóð Lambaáss 4 er skipt upp í tvær jafnstórar lóðir.

Hreppsnefnd samþykkir að það fari fram grenndarkynning óverulegrar breytingar deiliskipulags sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem lóð Lambaáss 4 er skipt upp í tvær jafnstórar lóðir. Grenndarkynning getur átt sér stað þegar grenndarkynningargögn og greiðsla fyrir grenndarkynningu hefur borist.

24

Úttekt á bátaskýlum við Skorradalsvatn. – Mál nr. 1403004

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúi vinni breytingu aðalskipulags er varðar stefnumörkun bátaskýla. Breytingin felur í sér að heimila byggingu bátaskýla 50 m frá vatni og að fallið verði frá úttekt á núverandi stöðu bátaskýla og lagt til að landeigendur skilgreini sameiginleg svæði til uppbyggingar bátaskýla fyrir lóðarhafa á jörðum sínum.

Hreppsnefnd samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. KHG mótmælir að felld verði niður tillaga um úttekt á bátaskýlum.

25

Indriðastaðir 24, byggingarmál – Mál nr. BF040079

Byggingaráform voru grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 14. janúar til 18. febrúar 2014. Engar athugasemdir bárust.

Hreppsnefnd heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi.

26

Indriðastaðir 4, umsókn um bygg.gestahúss – Mál nr. 1303001

Byggingarleyfisumsókn gestahúss var grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Indriðastaða 3, 5 og landeiganda Indriðastaða frá 8.apríl til 8. maí 2014. Engar athugasemdir bárust.

Hreppsnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis gestahúss fyrir Indriðastaði 4.

27

Dagverðarnes 80, bygg.mál – Mál nr. 1210014

Deiliskipulagsbreyting, er varðar aukið byggingarmagn á lóð, var grenndarkynnt sbr. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 78, 82 og landeiganda Dagverðarness frá 8. apríl til 8. maí 2014. Engar athugasemdir bárust.

Breytingin er samþykkt og skipulagsfulltrúa er falið að birta niðurstöðuna í B-deild Stjórnartíðinda og senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

01:35.