69 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps

69. fundur

Þriðjudaginn 23. október 2012 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Jón Pétur Líndal, Pétur Davíðsson, Sæmundur Víglundsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Hálsar 5, nafnabreyting – Mál nr. 1210008

Sótt er um nafnabreytingu á Hálsum 5 í Fagurhól

Skipulags- og byggingarnefnd hafnar umsókn um nafnabreytingu. Samanber auglýst aðalskipulag skal heiti lóða tengjast nafni jarðar, annaðhvort allt nafnið eða sem forskeyti í upphafi eða enda nafns. Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.

Fundargerðir til staðfestingar

2

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 15 – Mál nr. 1209003F

Fundargerð lögð fram.

Skipulagsmál

3

Aðalskipulag Skorradalshrepps, leiðrétting á greinargerð – Mál nr. 1210010

Ranglega er farið með stefnu sveitarfélagsins varðandi háspennulínu Brennimelur-Blanda í auglýstri tillögu aðalskipulags, enda ekki samræmi á milli greinargerðar og sveitarfélagsuppdráttar.

Í kafla 5.17 undir málefni rafveitna er eftirfarandi texti tekinn út: „Landsnet stefnir að því að tvöfalda byggðalínuna frá tengivirki á Brennimel norður um land að Blöndustöð. Gert er ráð fyrir að í framtíðinni verði lögð 220 kV loftlína yfir Skarðsheiði meðfram Vatnshamralínu 1“

4

Athugasemd v/lýsingar aðalsk.br. Hvalfj.sv. v/háspennulínu Brennimelur-Blanda – Mál nr. 1210009

Stefna sveitarfélagsins samræmist ekki lýsingu aðalskipulagsbreytingar Hvalfjarðarsveitar varðandi háspennulínu Brennimelur-Blanda

Drög að bréfi til Hvalfjarðarsveitar lagt fram og samþykkt.

5

Refsholt 18-III áfangi, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1210007

Sótt er um deiliskipulagsbreytingu varðandi þakgerð og utanhússklæðningu húss.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu sbr. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Refsholts 17,20,37,39, Hálsaskógi sf. og landeiganda Hálsa.

6

Tillaga að landsskipulagsstefnu 2013-2024, ósk um umsögn – Mál nr. 1209014

Hreppsnefnd óskar eftir við skipulags- og byggingarnefnd að veita umsögn um tillögu landsskipulagsstefnu 2013-2024.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið og vinna drög að umsögn nefndarinnar

Önnur mál

7

Fitjahlíð 33A, byggingarmál – Mál nr. 1210006

Óleyfisframkvæmd. Eigendur húsanna á Fitjahlíð 33 og 33A hafa gert vegslóða frá Skorradalsvegi að húsum á framangreindum lóðum.

Skipulags- og byggingarnefnd harmar þessa óleyfisframkvæmd og fer fram á að bætt verði úr raski og land fært strax til fyrra horfs. Byggingarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

16:00.