7 – Afgreiðslufundir byggingafulltrúa

Skorradalshreppur

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa Skorradalshrepps

7. fundur

Miðvikudaginn 2. nóvember 2011 kl. 13:30, hélt afgreiðslufundir byggingarfulltrúa Skorradalshrepps fund. Þessir sátu fundinn: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.

Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1

Vatnsendahlíð 47, sumarhús. – Mál nr. 1105002

Sótt er um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi skv. teikn. frá Mansard teikninstofu ehf, 07.04.2011. Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa frá skipulags- og byggingarnefnd

Byggingaráformin eru samþykkt.

2

Indriðastaðir 3, nýtt frístundahús – Mál nr. 1105005

Sótt er um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi skv. teikn. frá Ingólfi Margeirssyni dags. 1.12.2009 í stað eldra frístundahúss sem fjarlægt hefur verið af lóðinni. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt. Engar athugasemdir bárust.

Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

3

Indriðastaðir 5, viðbygging, gestahús. – Mál nr. 1105001

Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingum skv. teikn. frá Þorsteini Aðalbjörnssyni dags. 03.03.2009. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt. Engar athugasemdir bárust.

Byggingaráformin eru samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.

4

Vatnsendahlíð 174, frístundahús – Mál nr. 1108003

Áður frestað erindi. Sótt er um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi og geymslu skv. teikn. frá Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 26.09.2011. Nýjar teikningar hafa borist.

Byggingaráformin eru samþykkt.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

14:30.