71 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
71.fundur

Sunnudaginn 15. júní 2014 kl. 14:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Guðrún J. Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Ársreikningur 2013 – Mál nr. 1405009

Ársreikningur Skorrdalshrepps fyrir árið 2013 lagður fram til seinni umræðu. Undir þessum lið mætti Konráð Konráðsson endurskoðandi.

Konráð fór yfir niðurstöðu ársreiknings. Fór yfir það sem munaði á milli áætlunar og niðurstöðu ársins. Einnig ræddi hann um B-hluta ársreiknings og niðurstöðu hans.

Konráð fór líka yfir endurskoðunarskýrsluna og ræddi nokkur atriði sem mættu fara betur í verklagi sveitarfélagsins.

KHG vill bóka eftirfarandi:

„Margt af því sem fram kemur í ábendingum endurskoðanda er einnig í skýrslu HLH ehf. Ljóst er að efla þarf til muna innra eftirlit hreppsins til að mæta þeim ábendingum sem fram koma. Flestar ábendinganna hafa ítrekað komið fram í endurskoðunarskýrslum á yfirstandandi kjörtímabili.“

GJG vil bóka eftirfarandi:

„Vil lýsa yfir óánægju um sein skil bókhaldsins sem leiddi til að endurskoðunarskýrsla lá ekki fyrir, fyrr en sólarhring fyrir fund. Sömuleiðis er óásættanlegt að ársfjórðungsuppgjör sem eru mikilvægt stjórntæki skuli ekki vera lögð fyrir hreppsnefnd reglulega.“

Hreppsnefnd samþykkir ársreikning samhljóða.

2

Framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. – Mál nr. 1311006

Lögð fram skýrsla frá HLH ehf. um úttekt á tilteknum atriðum í rekstri og tillögur.

Rætt um skýrsluna.

KHG vil bóka eftirfarandi:

„Fyrir liggur skýrsla HLH ehf ,,Úttekt á tilteknum atriðum í rekstri og tillögur” sem unnin var fyrir Skorradalshrepp. Fram koma tillögur í 15 liðum til úrlausnar og mat skýrsluhöfundar ,,að með hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins og gerð nýrra þjónustusamninga [?] eigi sveitarfélagið miðað við núverandi tekjusamsetningu þess að geta skilað rekstrarafgangi og nægu veltufé frá rekstri til að standa undir skuldbindingum sínum.” KHG þakkar fyrir þessa ítarlegu greiningarvinnu og greinargóðu skýrslu, sem muni án efa nýtast næstu hreppsnefnd við að færa margt til betra horfs í rekstri og innra eftirliti Skorradalshrepps.“

Samþykkt að vísa henni til nýrrar hreppsnefndar.

3

Greinargerð starfshóps um öryggisvörslu – Mál nr. 1112007

PD fór yfir fund með fulltrúum Ríkislögreglustjóra þann 23. maí s.l.

PD sagði frá útfærslum vegna vistunar gagna vegna öryggismyndavélanna og atriði tengd því. Málið er í vinnslu hjá ríkislögreglustjóra. Málinu vísað áfram til nýrrar hreppsnefndar.

KHG vill bóka eftirfarandi:

„Á fundi þann 14. desember 2011 var ,,oddvita falið að senda formönmnum sumarhúsafélaganna tilboð og gögn sem tengjast málinu”. Eins og málum er komið telur KHG að falla beri frá upphaflegri samþykkt um greiðsluþátttöku sumarhúsafélaganna í öryggismyndavélunum.“

Aðrir hreppsnefndarmenn eru ósammála þessari bókun og styðja hana ekki og vísa til fyrri samþykkta um málið.

4

Umsókn í styrkvegasjóð Vegargerðarinnar fyrir árið 2014. – Mál nr. 1403003

Lagt fram svarbréf Vegargerðinnar.

Styrkvegasjóður Vegagerðinar hefur samþykkt 2.000.000,- til framkvæmda á vegakaflanum frá Bakkakoti til Haga.

5

Sameiningarkostir og samstarf nágrannasveitarfélaganna. – Mál nr. 1401002

KHG vill bóka eftirfarandi:

„Vegna máls 1401002 og bókunar PD á fundi 29. maí s.l. að ótvírætt er, að þrátt fyrir bókun/viljayfirlýsingar aðila 14. mars 2007 hefði 6 ára dráttur á gildistöku aðalskipulags hreppsins hvorki þurft að tefja ,,næstu skref í málinu? ef virkilegur vilji hefði staðið til viðræðna, né gat bókunin með nokkrum hætti bundið hendur næstu hreppsnefndar sem tók við þremur árum síðar, eða 2010. ,,Bókun? er viljayfirlýsing aðila við ákveðnar, tímanlegar aðstæður og er ekki ígildi samninga.“

Ekki urðu umræður um bókunina.

6

Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala – Mál nr. 1402009

KHG vil bóka eftirfarandi: „Meirihluti hreppsnefndar hefur bókað að leitað verði til verktaka um að deiliskipuleggja 10 lóðir í Fitjahlíð. Ljóst er að kostnaður hreppsins vegna slíkrar vinnu verður umtalsverður. Tillaga landeigenda um aðra lausn var lögð fram á fundi 6. mars s.l. (Mál nr. 1402011 ) og var ,,frestað? og hefur ekki verið gaumgæfð. Hún miðar að lausn þar sem enginn kostnaður félli á hreppinn. Hér er ítrekað að þá lausn þurfi að skoða og munu landeigendur taka málið upp við næstu hreppsnefnd.“

Ekki urðu umræður um bókunina.

7

Vatnshorn – Mál nr. 1211010

KHG vil bóka eftirfarandi: „Í aðalskipulagi hreppsins (,,III kafla) er afstaða sú að ,bútasala úr jörðum sé ekki æskileg þróun, heldur beri að standa vörð um sjálfbærnimöguleika jarða. Þá er í lið 4. 2 mörkuð sérstök stefna um jörðina Vatnshorn:

,,Vinna að stækkun friðlands birkiskógavistkerfis skv. lögum um náttúruvernd nr. 44/1999, er taki til allrar jarðarinnar Vatnshorns, að undanskildum lóðum vestast á jörðinni, sem eru í einkaeign og svæði sem afmarkast af merkjum við

Bakkakot að austan, Fitjaá að norðan Skorradalsvatni að vestan og vegarslóða að sunnan, en þetta svæði er hverfisverndað m.t.t. menningarsögulegs gildis, (sbr. lið 4.14). KHG ítrekar fyrri afstöðu sína um að það falli best að framangreindum markmiðum að hreppurinn selji Sr hlut sinn í Vatnshorni, í samræmi við forkaupsréttarákvæði í samningi. KHG álítur það hafa verið mistök að ganga ekki að tilboði Sr dags. 14. nóvember 2012 sem byggist á samningsforsendum aðila.

KHG spyr hvort fyrir liggi ,,verðmat á jörðinni? sem oddvita var falið að leita eftir með bókun á fundi þann 13. nóvember 2013. Svar oddvita óskast bókað hér.“

Oddviti bókar eftirfarandi: „Málið er hjá fasteignasala sem ætlar að leggja fram verðmat. Lögfræðingur sveitarfélagsins ætlar að vinna málið síðan áfram með sveitarfélaginu.

Ekki urðu frekari umræður um bókunina.

8

Slökkvistarf í Skorradal, 30 mars 2013 – Mál nr. 1309006

KHG vil bóka eftirfarandi:

„Vegna máls 1309006 að mikilvægt sé að ljúka málinu við TVS með sanngjarnri greiðslu fyrir vasklega framgöngu hans að slökkvistarfi í apríl 2013“

Ekki urðu umræður um bókunina.

Fundargerðir til kynningar

9

Hreppsnefnd – 70 – Mál nr. 1406001F

Lögð fram fundargerð frá 6. júní s.l.

Varðandi lið 2 í þeirri fundargerð vill KHG vill taka fram að hún sat hjá við afgreiðslu málsins.

Oddviti, Davíð Pétursson, þakkaði fyrir fundinn, en þetta er síðasti fundur hans sem oddvita og hreppsnefndarmanns. Hann settist í hreppsnefnd Skorradalshrepps árið 1966 og hefur verið oddviti samfellt síðan 1970 eða í 44 ár og 48 ár í hreppsnefnd.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

18:00.