72 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
72.fundur
Miðvikudaginn 25. júní 2014 kl. 22:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Fyrsti fundur nýkjörinnar hreppsnefndar á kjörtímabilinu 2014-2018. Pétur Davíðsson setti fundinn, en hann hefur setið lengst í hreppsnefnd af kjörnum fulltrúum.
Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Sveitarstjórnakosningar 31. maí 2014 – kjörskrá – Mál nr. 1405008

Lögð fram skýrsla kjörstjórnar.

2

Kjör oddvita – Mál nr. 1406006

Kosning oddvita til loka kjörtímabilsins.

Árni Hjörleifsson kjörinn samhljóða til loka kjörtímabilsins. Árni þakkaði fyrir kjörið og óskaði eftir góðu samstarfi við nefndarmenn. Tók Árni síðan við fundarstjórn.

3

Kjör varaoddvita – Mál nr. 1406007

Kosning varaoddvita til loka kjörtímabilsins.

Jón E. Einarsson kjörinn varaoddviti til loka kjörtímabilsins.

4

Kosning í nefndir og fleira samkvæmt samþykkt um stjórn og fundarsköp Skorradalshrepps. – Mál nr. 1406008

Kosning í undirnefndir og aðrar nefndir. Eftirfarandi tilnefningar komu fram.

Til fjögurra ára:

Kjörstjórn við alþingiskosningar.

Aðalmenn:

Davíð Pétursson

Fjóla Benediksdóttir

Hulda Guðmundsdóttir

Varamenn:

Sigrún Guttormsdóttir Þormar

Árni Hjörleifsson

Jón Friðrik Snorrason

Skipulags- og bygginganefnd.

Aðalmenn:

Jón Eiríkur Einarsson

Pétur Davíðsson

Tryggvi Valur Sæmundsson

Varamenn:

Jón Friðrik Snorrason

K. Hulda Guðmundsdóttir

Sigrún Guttormsdóttir Þormar

Fulltrúi í fræðslunefnd Borgarbyggðar

Fjóla Benediktsdóttir

Ástríður Guðmundsdóttir, varamaður

Fulltrúar í Almannavarnarnefnd Borgarfjarðar og Dala

Jón Friðrik Snorrason

Tryggvi Sæmundsson varamaður

Kjörstjórn við sveitarstjórnarkosningar

Aðalmenn:

Davíð Pétursson

Fjóla Benediktsdóttir

Hulda Guðmundsdóttir

Varamenn:

Sigrún Guttormsdóttir Þormar

Árni Hjörleifsson

Jón Friðrik Snorrason

Umhverfisnefnd

Kosningu frestað.

Fulltrúi í félagsmálanefnd Borgarbyggðar

Árni Hjörleifsson

Hulda Guðmundsdóttir, varamaður

Hússtjórn Brúnar

Pétur Davíðsson

Fjóla Benediktsdóttir varamaður

Fulltrúaráð FVA

Kosningu frestað.

Fulltrúi á landsfund Sambands íslenskra sveitarfélaga

Árni Hjörleifsson

Jón Eiríkur Einarsson varamaður

Sameiginlegur fulltrúi Skorradalshrepps og Hvalfjarðarsveitar í stjórn Snorrastofu ses.

Kosningu frestað.

5

Tilkynning um aðalfund Faxaflóahafna sf. – Mál nr. 1406009

Boð um aðalfund Faxaflóahafna sf. þann 27. júní n.k.

Samþykkt að oddviti fari á fundinn.

Fundargerðir til kynningar

6

Hreppsnefnd – 71 – Mál nr. 1406002F

Lögð fram fundargerð frá 15. júní s.l.

Skipulagsmál

7

Úttekt á bátaskýlum við Skorradalsvatn. – Mál nr. 1403004

Lögð er fram lýsing breytingar aðalskipulags varðandi stefnumörkun um bátaskýli.

Hreppsnefnd samþykkir að kynna lýsingu fyrir íbúum með dreifibréfi og með birtingu auglýsingar í Morgunblaðinu og leita umsagnar Skipulagsstofnunar sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:00.