Fimmtudaginn 10. júlí 2014 kl. 13:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar. Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Almenn mál
| ||
1
|
Kosning í nefndir og fleira samkvæmt samþykkt um stjórn og fundarsköp Skorradalshrepps. – Mál nr. 1406008
| |
Kosningar í undirnefndir og aðra nefndir. Frestað frá síðasta fundi. Eftirfarandi tilnefningar komu fram.
| ||
Fulltrúi í fulltrúaráð Fjölbrautarskóla Vesturlands
Steinunn Fjóla Benediktsdóttir Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, varamaður. Sameiginlegur fulltrúi með Hvalfjarðarsveit í stjórn Snorrastofu ses. Tilnefning: Brynja Þorbjörnsdóttir, Hvalfjarðarsveit, aðalmaður Tilnefning: Davíð Pétursson, Skorradalshreppi, varamaður Sameiginlegur fulltrúi með Eyja- og Miklaholtshreppi í stjórn Brákarhlíðar, dvalarheimilis aldraða. Guðsteinn Einarsson, Borgarnesi, aðalmaður Davíð Pétursson, Skorradalshreppi, varamaður Eggert Kjartansson, Eyja og Miklaholtshreppi, varamaður Samþykkt samhljóða. | ||
|
||
2
|
Viðbótarframlag vegna sérkennslu – Mál nr. 1406010
| |
Lagt fram erindi frá Grunnskóla Borgarfjarðar.
| ||
Samþykkt.
| ||
|
||
3
|
Fjármálastjórn sveitarfélaganna – Mál nr. 1406011
| |
Lagt fyrir erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna til sveitarfélaga landsins
| ||
|
||
4
|
Greiðslu leik- og skólakostnaðar í öðru sveitarfélagi – Mál nr. 1407005
| |
Sótt er um fyrir tvö börn.
| ||
Samþykkt.
| ||
|
||
5
|
Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. – Mál nr. 1309004
| |
Lagt fram
| ||
Frestað.
| ||
|
||
6
|
Húsnæðismál – Mál nr. 1407006
| |
Oddviti fór yfir málið. Oddvita falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
| ||
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
7
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 81 – Mál nr. 1407001F
| |
Lögð fram fundargerð frá 8. júlí s.l.
| ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 8 liðum.
| ||
|
||
Fundargerðir til kynningar
| ||
8
|
Hreppsnefnd – 72 – Mál nr. 1406003F
| |
Lögð fram fundargerð frá 25. júní s.l.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
9
|
Hvammsskógur 28, bygg.mál – Mál nr. 1406004
| |
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning getur farið fram þegar grenndarkynningargögn hafa borist og grenndarkynningargjald hefur verið greitt. Lagt er til að grenndarkynnt verði fyrir Hvammsskógum 25, 26, 27, 30 og landeiganda.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags Hvammsskóga. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
10
|
Fitjahlíð 33A, byggingarmál – Mál nr. 1210006
| |
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir lóðarhöfum 33, 34, 35, 36, 38 og landeiganda sbr. 44. gr. skipulagslaga.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfi og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
11
|
Stóra-Drageyri 5, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. SK080066
| |
Byggingarleyfi var grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um er að ræða þegar byggt hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir. Grenndarkynnt var frá 3. júní til 1. júlí 2014. Engin athugasemd hefur borist. Um var að ræða 8,5 m2 viðbyggingu við núverandi frístundahús.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
| ||
|
16:30.