74 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
74.fundur

Þriðjudaginn 26. ágúst 2014 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Húsnæðismál sveitarfélagsins. – Mál nr. 1407006

Oddviti fór yfir stöðu málsins.

2

Umsókn í styrkvegasjóð Vegargerðarinnar fyrir árið 2014. – Mál nr. 1403003

Ráðstöfun styrkvegafjárs.

Málin rædd og oddvita falið að vinna að því fyrir næsta fund.

3

Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. – Mál nr. 1309004

Lögð fram til fyrri umræðu.

Farið yfir samþykktirnar og ræddar. Samþykkt samhljóða að vísa þeim til seinni umræðu.

4

Boðun framhaldsaðalfundar SSV. – Mál nr. 1408003

Boðað er til fundar þann 18. september n.k. í Dalabyggð.

5

Boðun XXVIII. landþings Sambands íslenskra sveitarfélaga. – Mál nr. 1407010

Lögð fram boðun XXVIII. landsþings sem verður í lok september n.k.

6

Bréf frá Orkustofnun – Mál nr. 1408001

Erindið varðar framlengingu á leyfi Melmis ehf til leitar og rannsókna á málmum.

Málið kynnt, varðar leitarsvæði í Skarðsheiðinni. Skipulagsfulltrúa falið að fylgjast með.

7

Erindi frá Benoný Halldórssyni – Mál nr. 1407011

Lagt fram. Varðar niðurfellingu eða lækkun á fasteignagjöldum.

Erindinu hafnað.

8

Erindi frá Ferðamálastofu – Mál nr. 1406013

Lagt fram. Óskað er eftir tilnefningu á fulltrúa í samráðshóp.

Samþykkt að Sigrún Þormar verði fulltrúi.

9

Erindi frá Skákfélaginu Hrókurinn. – Mál nr. 1406012

Beiðni um stuðning við starf Hróksins í Grænlandi.

Ekki hægt að verða við erindinu.

10

Fjallskilamál – Mál nr. 1408002

Erindi frá Borgarbyggð um breytingu á fyrstu leit á Oddstaðaafrétti.

Samþykkt að flýta smölun á leitarsvæði Oddstaðarréttar um eina viku.

11

Frágangur lóðar FVA á Akranesi – Mál nr. 1404006

Lagt fram erindi skólameista FVA

Samþykkt að taka þátt í kostnaði við frágang lóðar við heimavist FVA.

12

Hreppslaug – undirbúningur friðlýsingar – Mál nr. 1401006

Lagt fram bréf frá Minjastofnun þar sem er tilkynnt er um friðlýsingu Hrepplaugar frá og með 28. maí s.l.

Hreppsnefnd lýsir yfir ánægju með friðlýsingu. Samþykkt að kynna erindið við Skipulags- og byggingafulltrúa.

13

Ný fjallskilasamþykkt fyrir Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. – Mál nr. 1303007

Lögð fram tilkynning um að drög að nýrri fjallskilasamþykkt sé farinn til ráðherra. Lögð fram til umsagnar drög að samþykktum fyrir yfirnefnd fjallskilamála. Einnig lagt fram bréf frá Óskari Halldórssyni.

Samþykkt að vísa til seinni umræðu drögum að samþykktum fyrir yfirnefnd fjsllaskilamála með athugasemdum PD. Sveitarstjórn tekur ekki afstöðu til athugasemdar Óskars Halldórssonar en hún verður send Auðlindarráðuneytinu. JEE og SFB sátu hjá við afgreiðslu málsins.

14

Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaganna. – Mál nr. 1408004

Fundur verður þann 29. ágúst n.k.

Samþykkt að ÁH og JEE fari.

15

Tilkynning fulltrúa í Náttúrunefnd til Umhverfisstofnunar. – Mál nr. 1408005

Erindi frá Umhverfisstofnun.

Oddvita falið að svara erindinu.

16

Viðaukar við fjárhagsáætlanir. – Mál nr. 1406014

Lagt fram til upplýsinga almennt bréf frá Innanríkisráðuneytinu.

Fundargerðir til kynningar

17

Hreppsnefnd – 73 – Mál nr. 1407003F

Lögð fram fundargerð frá 10. júlí s.l.

Varðandi lið nr. 4, þá skal hann endursamþykktur hér með. PD vék af fundi við afgreiðslu þess liðar.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

01:30.