78 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
nr. 78

Miðvikudaginn 10. desember 2014 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Ákvörðun útsvarspróentu fyrir árið 2015 – Mál nr. 1412001

Tillaga frá oddvita um óbreytta útsvarsprósentu 12,44%.

Samþykkt.

2

Húsnæðismál sveitarfélagsins. – Mál nr. 1407006

Lagður fram húsaleigusamningur við Borgarland ehf. um skrifstofuhúsnæði fyrir sveitarfélagið.

Samningurinn samþykkt.

3

Launamál kjörinna fulltrúa sveitarfélagins. – Mál nr. 1412002

Tillaga lögð fram frá oddvita.

Málið rætt, afgreiðslu frestað.

4

Starfsmannamál – Mál nr. 1409003

Starfsmannamál, niðurstaða starfsmannaviðtala

Oddvita falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

5

Samstarf um íþrótta- og æskulýðsmál. – Mál nr. 1409012

PD og JEE lögðu fram tillögu UMSB að samstarfssamningi.

PD og JEE falið að halda áfram viðræðum.

6

Erindi frá stjórn sumarhúsaeiganda í Fitjahlíð. – Mál nr. 1411018

Lagt fram bréf vegna snjómoksturs 2015.

Oddvita falið að ræða við Vegagerðina.

7

Gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingafulltrúa – Mál nr. 1411020

Lagt fram erindi.

Samþykkt að kaupa kerfið.

8

Erindi frá landeigendum Fitja. – Mál nr. 1411017

Lagt fram bréf vegna snjómoksturs 2015

Oddvita falið að ræða við Vegagerðina.

9

Umsókn um styrk frá Umf. Íslendingi. – Mál nr. 1412004

Lagt fram bréf frá formanni Umf. Íslendings.

Samþykkt að boða stjórn Umf. Íslendings á næsta fund hreppsnefndar.

10

Framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. – Mál nr. 1311006

Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna.

11

Stuðningur við Snorraverkefnið 2015 – Mál nr. 1411019

Lagt fram bréf.

Ekki hægt að verða við erindinu.

12

Viljayfirlýsing um stofnun samstarfs og uppbyggingu á Grundartanga. – Mál nr. 1410009

Lögð fram undirrituð viljayfirlýsing.

Yfirlýsing staðfest.

Fundargerðir til staðfestingar

13

Skipulags- og byggingarnefnd – 85 – Mál nr. 1411003F

Lögð fram fundargerð frá 25. nóvember s.l.

Fundargerðin samþykkt í báðum liðum.

Skipulagsmál

14

Indriðastaðaland Ósland, stofnun lóðar – Mál nr. 1410012

Á 85. fundi skipulags- og byggingarnefndar var lagt til við hreppsnefnd að heimila stofnun lóðar í Indriðastaðalandi Ósland, landnr. 198349 fyrir 77 m2 fjarskiptalóð. Samþykki Orkuveitu Reykjavíkur, landeiganda Indriðastaða og Vegagerðarinnar liggur fyrir.

Hreppsnefnd samþykkir stofnun fjarskiptalóðar í Indriðastaðalandi Ósland, landnr. 198349 og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

15

Vodafone, Ósland, bygg.mál – Mál nr. 1410001

Á 85. fundi skipulags- og byggingarnefndar var lagt til við hreppsnefnd að heimila grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Orkuveita Reykjavíkur, landeigandi Indriðastaða og Vegagerðin hafa lýst skriflega yfir með áritun á kynningargögn samþykki sitt og er ofangreindri grenndarkynningu því lokið.

Hreppsnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis og leggur til að byggingarfulltrúi vinni málið áfram. Byggingafulltrúa einnig falið að skoða hvort það þurfi ekki að auðkenna mastrið í tengslum við öryggislendingarstað sem er í aðalskipulaginu.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

00:35.