78 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
78. fundur

Þriðjudaginn 11. mars 2014 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Úttekt á bátaskýlum við Skorradalsvatn. – Mál nr. 1403004

Samkvæmt nýlega samþykktu Aðalskipulagi Skorradalshrepps skal vinna úttekt á stöðu bátaskýla við Skorradalsvatn áður en stefnumörkun verður gerð.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúi vinni breytingu aðalskipulags er varðar stefnumörkun bátaskýla. Breytingin felur í sér að heimila byggingu bátaskýla 50 m frá vatni og fallið verði frá úttekt á núverandi stöðu bátaskýla og lagt til að landeigendur skilgreini sameiginleg svæði til uppbyggingar bátaskýla fyrir lóðarhafa á jörðum sínum.

Skipulagsmál

2

Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala – Mál nr. 1402009

Málin rædd og samþykkt að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúi boði landeigendur til næsta fundar nefndarinnar.

3

Hvammsskógur 22, 24 og 26, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1402003

Sótt er um deiliskipulagsbreytingu lóðanna Hvammsskóga 22 og 24. Breytingin varðar sameiningu lóða, lóðar 22 og hálfrar lóðar 24, stækkun byggingarreitar, mænisstefnu, legu heimreiða, byggingarmagn á lóð, byggingarreit fyrir bátaskýli við Skorradalsvatn og fjórar aðskildar byggingar á sameinaðri lóð.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að óveruleg breyting deiliskipulags nái til lóða 22, 24 og 26 við Hvammsskóga og hún grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010 m.s.br. fyrir lóðarhöfum Hvammsskóga 19, 20, 21, 23, 25, 28 og landeiganda. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar ósk um byggingareit bátaskýlis og fjórðu byggingar á sameinaðri lóð 22 og 24 sbr. aðalskipulag Skorradalshrepps.

4

Deiliskipulag bátaskýla í landi Indriðastaða – Mál nr. 1402006

Skipulag Stráksmýrar var samþykkt af hreppsnefnd þann 16. febrúar 2000. Niðurstaða hreppsnefndar var ekki auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og öðlaðist skipulagið því ekki gildi. Skipulagssvæðinu var skipt upp í tvö svæði annars vegar svæði fyrir bátaskýli og hins vegar götunnar Stráksmýri. Tvö bátaskýlalengjur eru byggð á svæðinu.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga deiliskipulags verði auglýst sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5

Kynningafundur vegna Landskipulagstefnu 2015-2026 – Mál nr. 1402008

Kynningar- og samráðsfundur var haldinn í Borgarnesi 27. febrúar sl. Skipulagsfulltrúi mætti á fundinn ásamt oddvita sveitarfélagsins.

Skipulagsfulltrúi kynnti máli.

Önnur mál

6

Grenndargámar við Mófellsstaði – Mál nr. 1303005

Skipulagsfulltrúa var falið að leita álits landeigenda Grundar um staðsetningu gámasvæðis á þeirra landi sbr. 74. fund skipulags- og byggLingarnefndar. Skipulagsfulltrúi fór og hitti landeiganda og skoðaði aðstæður.

Landeigendur Grundar telja að staðsetning henti ekki gagnvart vindálagi og þörf er á miklum jarðvegsskiptum á umræddu svæði. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að grenndargámar við Mófelsstaði þar áfram, en skipulagsfulltrúa falið að koma með tillögu að hönnun svæðisins. PD sat hjá við afgreiðslu málsins.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

17:30.