8 – Afgreiðslufundir byggingafulltrúa

Skorradalshreppur

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa Skorradalshrepps

8. fundur

Þriðjudaginn 3. janúar 2012 kl. 14:00, hélt byggingarfulltrúi Skorradalshrepps afgreiðslufund. Þessir sátu fundinn: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.

Fundarritari var Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1

Umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1111013

Hrísás 22. Sótt eru um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi, skv. teikningum frá Glámu / Kím, teikn. dags. 24.11.2011.

Byggingaráformin eru samþykkt.

2

Umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1201001

Fitjahlíð 61. Sótt er um viðbyggingu við frístudnahús að Fitjahlíð 61 skv. teikn. frá Nýhönnun dags. 12.12.2011. Um er að ræða kjallararými til að styrkja undirstöður undir núverandi frístundahús.

Byggingaráformin eru samþykkt.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

15:00.