8 – Búfjáreftirlitsnefnd Borgarbyggðar og Skorradalshr

Skorradalshreppur

Búfjáreftirlitsnefnd á svæði 5, fundur nr. 8

Fundargerð

17. febrúar 2010

Fundur búfjáreftirlitsnefndar á svæði 5 haldinn í Hyrnunni, Borgarnesi þann 17. febrúar 2010. Mættir eru: Guðmundur Sigurðsson og Sigrún Ólafsdóttir fyrir hönd Borgarbyggðar og Pétur Davíðsson fyrir hönd Skorradalshrepps.

Guðmundur Sigurðsson, formaður setti fund og bauð fólk velkomið. Var síðan gengið til dagskrá.

  1. Samningur við Búnaðarsamtök Vesturlands um búfjáreftirlit 2009-10. Gildir hann í eitt ár. Hækkar tímagjald en er efnislega óbreyttur frá fyrir samningi. Er búið að vera sama tímagjald síðan 2007.

    Samningur er samþykktur og formanni heimilað að undirrita hann.

  2. Guðmundur fór yfir framkvæmd búfjáreftirlits vegna liðins árs og núverandi tímabil. Hafði upplýsingar frá Sigríði Jóhannesdóttur, framkvæmdarstjóra Búnaðarsamtakanna.

  1. Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit.

    Umræða var um gjaldskrá og breytingatillögur á henni. Samþykkt að fela Guðmundi að hafa samband við lögfræðing landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins. Málið frestað til næsta fundar.

Ekki fleira gert og fundi slitið.
Pétur Davíðsson, ritari