80 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
80. fundur

Þriðjudaginn 27. maí 2014 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Skipulagsfulltrúar sem skráðir eru hjá Skipulagsstofnun í desember 2013 – Mál nr. 1401001

Erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 14. apríl 2014 er varðar skráða starfandi skipulagsfulltrúa.

Erindi og yfirlit lagt fram.

2

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 25 – Mál nr. 1405001F

Fundargerð lögð fram

Skipulagsmál

3

Fundur á Skipulagsstofnun – Mál nr. 1405004

Skipulagsfulltrúi og Pétur Davíðsson fóru á fund Skipulagsstofnunar.

Skipulagsfulltrúi og Pétur gerðu grein fyrir fundi.

4

Hvammsskógar 46, bygg.mál – Mál nr. 1310001

Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt frá 25. mars 2014 til 25. apríl 2014. Tvö erindi bárust vegna grenndarkynningarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags. Skipulagsfulltrúa falið að birta niðurstöðu hreppsnefndar í B-deild Stjórnartíðinda.

5

Könnun um landnotkun í dreifbýli – Mál nr. 1405003

Erindi barst frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er varðar könnun um landnotkun í dreifbýli.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman gögn er varðar málið.

6

Lambaás 4-deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1309001

Skipulags- og byggingarnefnd hefur móttekið erindi frá Megin lögmannsstofu fyrir hönd lóðarhafa Lambaás 4 þar sem þess er farið á leit við nefndina að hún endurskoði afstöðu sína er kom fram í bókun 75. fundar nefndarinnar þann 10.9.2013.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem lóð Lambaás 4 er skipt upp í tvær jafnstórar lóðir. Grenndarkynning óverulegrar breytingar fer fram þegar hreppsnefnd hefur samþykkt bókun skipulags- og byggingarnefndar og fyrir liggur grenndarkynningargögn óverulegrar breytingar deiliskipulags og greiðsla vegna grenndarkynningar hefur borist.

7

Fitjahlíð 33A, byggingarmál – Mál nr. 1210006

2. Haraldur Á. Haraldsson sækir um að byggja við núverandi frístundarhús sem er 75,3 m2, á lóð er einnig geymsla 11,4 m2. Heildar bygggingarmagn á lóð er 86,7 m2. Sótt er um byggingarleyfi fyrir 20,1 m2 viðbyggingu, skv. teikningum frá Haraldi Á Haraldssyni, MTFÍ, dags. í mars 2014.

Frístundalóð er 2000 fm. Samkvæmt aðalskipulagi er heimilað nýtingarhlutfall frístundalóða 0,05. Heimilað byggingarmagn á lóð Fitjahlíðar 33A er því 100 fm.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa;

Málinu vísað til skipulags- og bygginganefndar þar sem heildarbyggingamagn fer yfir þau stærðarmörk sem heimild er fyrir.

Skipulags- og byggingarnefnd hafnar umsókn um byggingarleyfi þar sem það samræmist ekki nýtingarhlutfalli lóðar í aðalskipulagi.

8

Fitjahlíð 68 og 68A, sameining lóða – Mál nr. 1405005

Hulda Guðmundsdóttir,kt. 040560-2709, f.h. landeigenda Fitja,lnr. 133958, sækir um að sameina lóðirnar Fitjahlíð 68, lnr.200913 og Fitjahlíð 68A lnr.133963, skv. teikningum Péturs Jónssonar, Landark.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að fresta afgreiðslu málsins. Skipulagsfulltrúa falið að fá leiðbeiningar hjá Skipulagsstofnun varðandi málið. KHG vék af fundi við afgreiðslu málsins.

9

Fitjahlíð 65 og 65B, umsókn um skitpingu lóðar – Mál nr. 1405006

Hulda Guðmundsdóttir,kt. 040560-2709, f.h. landeigenda Fitja,lnr. 133958, óskar eftir að skipta lóðinni Fitjahlíð 65, lnr.134163, nú 10000 m2 í tvær lóðir, Fitjahlíð 65 og Fitjahlíð 64B, þannig að hvor um sig verði 5000 m2, skv. teikningum Péturs Jónssonar, Landark.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að fresta afgreiðslu málsins. Skipulagsfulltrúa falið að fá leiðbeiningar Skipulagsstofnunar varðandi málið. KHG vék af fundi við afgreiðslu málsins.

10

Fitjahlíð 82, Umsókn um bygg.leyfi fyrir gestahúsi – Mál nr. 1304005

Hulda Guðmundsdóttir,kt. 040560-2709, f.h. landeigenda Fitja,lnr. 133958, óskar eftir að stækka lóðina Fitjahlíð 82, lnr.134040, úr 2000 m2 í 3005 m2, skv. teikningum Péturs Jónssonar, Landark.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að fresta afgreiðslu málsins. Skipulagsfulltrúa falið að fá leiðbeiningar Skipulagsstofnunar varðandi málið. KHG vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

15:20.