81 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 81

Miðvikudaginn 8. apríl 2015 kl. 21:00, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var Birgitta Sigþórsdóttir, starfsmaður á skrifstofu.
Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Samningar vegna grunnskóla, leikskóla og fleira við Borgarbyggð – Mál nr. 1503005

Oddviti fer yfir stöðu mála.

Málinu er frestað. Oddvita er falið að gera tillögur að samningum við Borgarbyggð fyrir næsta fund.

2

Samstarf um íþrótta- og æskulýðsmál. – Mál nr. 1409012

Samningur við UMSB.

Samþykkt og oddvita falið að undirrita samninginn.

3

Íbúaskrá 1. desember 2014 – Mál nr. 1504001

Lögð fram íbúaskrá 1. desember s.l. frá Þjóðskrá Íslands.

Lagt fram.

4

Grundartangi Þróunarfélag ehf, drög að samþykktum. – Mál nr. 1503008

Oddviti fer yfir málið.

Lagðar fram athugasemdir Kjósahrepps. Oddvita falið koma á framfæri athugasemdum hreppsnefndar í samræmi við umræður á fundinum.

Einnig lögð fram bókun Faxaflóahafna frá 13 mars s.l. um stofnun Grundartanga Þróunarfélags ehf. Oddvita er falið koma á framfæri athugasemdum vegna bókunar stjórnar Faxaflóahafna um fulltrúa í starfshóp.

Fundargerðir til staðfestingar

5

Skipulags- og byggingarnefnd – 88 – Mál nr. 1503002F

Lögð fram fundargerð frá 24. mars s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 5 liðum.

5.1

1311002 – Dagverðarnes 72-breyting deiliskipulags

SGÞ tók ekki þátt í afgreiðslu á þessum lið.

5.2

1502001 – Dagverðarnes, deiliskipulag lóða 56 og 57, svæði 8

5.3

1503004 – Mófellsstaðir 2

5.4

1501001 – Tillaga að landsskipulagsstefnu 2015-2026

5.5

1405003 – Könnun um landnotkun í dreifbýli

Skipulagsmál

6

Dagverðarnes 72-breyting deiliskipulags – Mál nr. 1311002

Á grundvelli álits lögfræðings leggur skipulags- og byggingarnefnd til við hreppsnefnd að taka ekki tillit til innsendrar athugasemdar og samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags á lóð Dagverðarnes 72 á svæði 5.

Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að birta niðurstöðuna í B-deild Stjórnartíðinda.

SGÞ tók ekki þátt í afgreiðslu á þessum lið.

7

Dagverðarnes, deiliskipulag lóða 56 og 57, svæði 8 – Mál nr. 1502001

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að auglýsa deiliskipulag frístundalóða Dagverðarness 56 og 57 á svæði 8 sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar. Ekki er þörf á lýsingu skipulagsverkefnisins þar sem allar megin forsendur deiliskipulags liggja fyrir í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Skipulagsfulltrúa falið að koma athugasemdum á framfæri við skipulagshönnuð.

Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulag frístundalóða Dagverðarness 56 og 57 á svæði 8 sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

24:00.