81 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
81. fundur

Þriðjudaginn 8. júlí 2014 kl. 10:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Jón Friðrik Snorrason og Tryggvi Valur Sæmundsson.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Jón Friðrik Snorrason kom inn sem varamaður fyrir Pétur Davíðsson.
Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Kosning formanns og varaformanns. – Mál nr. 1407003

Jón Eiríkur Einarsson var kjörinn formaður og Pétur Davíðsson var kjörinn varaformaður.

2

Fitjahlíð 33A, byggingarmál – Mál nr. 1210006

Skipulags- og byggingarnefnd hafnaði umsókn um byggingarleyfi á 80. fundi sínum þann 27. maí sl. þar sem nýtingarhlutfall lóðar er ekki í samræmi við aðalskipulag.Byggingarfulltrúi hefur yfirfarið gögn er varðar stærð lóðar Fitjahlíðar 33A. Miðað við fyrirliggjandi gögn er sannarlega stærð lóðar 2850 m2. Umsókn um byggingarleyfi er því innan marka nýtingarhlutfalls aðalskipulags.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir lóðarhöfum 33, 34, 35, 36, 38 og landeiganda sbr. 44. gr. skipulagslaga.

Fundargerðir til staðfestingar

3

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 26 – Mál nr. 1407002F

Lagt fram og kynnt.

Byggingarleyfismál

4

Hvammsskógur 28, bygg.mál – Mál nr. 1406004

Helgi J. Ísaksson kt. 281045-6879, sækir um að byggja frístundarhús, 153 m2, skv. teikningum Kristins Ragnarssonar, kt. 120944-2669.

Málinu vísað til Skipulags- og bygginganefndar þar sem sótt er um að byggja umfram skilmála deiliskipulags. Heimilt er að byggja allt 150 m2 hús og hámarkshæð er 6,0 m.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning getur farið fram þegar grenndarkynningargögn hafa borist og grenndarkynningargjald hefur verið greitt. Lagt er til að grenndarkynnt verði fyrir Hvammsskógum 25, 26, 27, 30 og landeiganda.

Skipulagsmál

5

Breyting aðalskipulags iðnaðar- og athafnasvæðis á Grundartanga – Mál nr. 1407001

Erindi barst frá Hvalfjarðarsveit er varðar kynningu breytingar Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 iðnaðar- og athafnalóða við Grundartanga sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Erindi ásamt fylgigögnum lögð fram og kynnt.

6

Aðalskipulagsbreyting stefnumörkunar iðnaðarsvæða í Hvalfjarðarsveit – Mál nr. 1407002

Erindi barst frá Hvalfjarðarsveit er varðar kynningu breytingar Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 stefnumörkunar iðnaðarsvæða sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.

Erindi ásamt fylgigögnum lögð fram og kynnt.

7

Hvammsskógur 22, 24 og 26, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1402003

Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt frá 13. maí til 13. júní 2014 sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tvö erindi bárust með athugasemdum.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að fresta afgreiðslu málsins og kalla lóðarhafa Hvammsskóga 22 og 26 á fund nefndarinnar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

8

Könnun um landnotkun í dreifbýli – Mál nr. 1405003

Lögð fram drög að svörum við könnun um landnotkun í dreifbýli.

Málinu frestað. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

12:45.