82 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
82. fundur

Þriðjudaginn 9. september 2014 kl. 11:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson og Tryggvi Valur Sæmundsson.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Bréf frá Orkustofnun – Mál nr. 1408001

Erindi lagt fram.

2

Hreppslaug – undirbúningur friðlýsingar – Mál nr. 1401006

Erindi kynnt

Skipulagsmál

3

Hvammsskógur 22, 24 og 26, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1402003

Formaður skipulags- og byggingarnefndar, ásamt skipulagsfulltrúa funduðu með lóðarhöfum lóða 22 og 26. Í ljósi niðurstöðu þeirra funda leggur skipulags- og byggingarnefnd til að gerðar verði breytingar á grenndarkynntri tillögu óverulegrar breytingar deiliskipulags. Breytingar verði eftirfarandi: 1) Byggingarreitir lóða 22 og 26 verði 15 m frá lóðamörkum lóðanna 22 og 26. 2) Byggingarreitur lóðar 22 hafi sömu legu móti norðri og lóð 24 í gildandi deiliskipulagi. 3) Heimilaðar verði 3 byggingar, frístundahús, gestahús og geymsla á lóð 22.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að gerðar verði breytingar á grenndarkynntri tillögu óverulegrar breytingar deiliskipulags og þeim sem tjáðu sig um hana tilkynnt niðurstaða hreppsnefndar. Einnig skal birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

4

Hvammsskógur 28, bygg.mál – Mál nr. 1406004

Skipulags- og byggingarnefnd fjallaði um byggingarleyfisumsókn á 81. fundi sínum þar sem óskað er eftir því að byggja 153 m2 frístundahús. Niðurstaða nefndarinnar var að það væri ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag og lagði til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags. Sbr. byggingarleyfisumsókn var einnig óskað eftir að byggja kjallara undir frístundahúsinu og að hæð frístundahúss yrði 728,7 m. Samkvæmt gildandi skipulagi þá er heimil hæð frístundahúss 6 m.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að grenndarkynna að auki kjallara og hæð húss sem óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning skal fara fram í samræmi við bókun 81. fundar skipulags- og byggingarnefndar.

5

Lambaás 4-deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1309001

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Bleikulágarás í landi Indriðastaða.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að málinu verði frestað þar til fyrir liggur umsókn um stofnun nýrrar fasteignar (ný lóð/nýjar lóðir) hjá Þjóðskrá Íslands – eyðublað F550 og því skilað til byggingarfulltrúa ásamt veðbókavottorði.

6

Úttekt á bátaskýlum við Skorradalsvatn. – Mál nr. 1403004

Umsögn Skipulagsstofnunar dags. 9. júlí 2014 varðandi lýsingu tillögu breytingar Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 um stefnumörkun bátaskýla.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

7

Skipulagsmál á Íslandi 2014 – Lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir – Mál nr. 1409001

Erindi Skipulagsstofnunar lagt fram.

Framkvæmdarleyfi

8

Framkvæmdaleyfi, endurnýjun hitaveitulagnar, Indriðastaðir, Litla Drageyri – Mál nr. 1308003

Hreppsnefnd samþykkti veitingu framkvæmdaleyfis sbr. 3. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar samþykki landeiganda á Indriðastöðum, Litlu Drageyri, Djúpalækjarmýrar, Djúpalækjareyrar, Vegagerðar og Rarik lægi fyrir. Skipulagsfulltrúi fór yfir málið.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúi afli hnitfestra gagna framkvæmdar.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

13:05.