84 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 84

Miðvikudaginn 8. júlí 2015 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar. Fundarritari var Birgitta Sigþórsdóttir.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Breyttar forsendur í grunnskólamálum – Mál nr. 1506011

Lagðar fram bókanir frá fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar frá 11. júní s.l. er varðar breyttar forsendur í grunnskólamálum.

Einnig lagt fram minnisblað frá 30.3.2009 varðandi svæðisskipulag.

Samþykkt að PD og JEE fundi með Skipulagsstofnun og að oddviti vinni málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

2

Siðareglur kjörinna fulltrúa Skorradalshrepps – Mál nr. 1506001

Áframhald fyrri umræðu.

Samþykkt að vísa reglunum til seinni umræðu.

3

Samstarf við N4, fjármögnun þátta um sveitarfélög á Vesturlandi. – Mál nr. 1506012

Stjórn SSV kannar áhuga sveitarfélaga á Vesturlandi um samstarf við sjónvarpsstöðina N4 til að fjármagna þáttagerð um Vesturland.

Ákveðið að taka ekki þátt í verkefninu að svo stöddu.

4

3. mánaðauppgjör 2014 – Mál nr. 1405011

Lagt fram.

5

6 mánaðauppgjör 2014 – Mál nr. 1408007

Lagt fram.

6

9 mánaðauppgjör 2014 – Mál nr. 1410015

Lagt fram.

7

12 mánaða bráðabirgðauppgjör 2014 – Mál nr. 1505017

Lagt fram.

FB og JEE lögðu fram eftirfarandi bókun: „Hefðu viljað sjá 3 mán. uppgjör 2015 og afgreiða ársreikning 2014 en ekki vera taka fyrir 3, 6 og 9 mán. uppgjör 2014. Hefðu viljað taka fyrir umrædd uppgjör á árinu 2014“

Almenn mál – umsagnir og vísanir

8

Mál velferðarnefndar Alþingis nr. 788 lagt fram til umsagnar – Mál nr. 1507001

Frumvarp til laga um húsnæðisbætur, umsögn skal berast fyrir 17. ágúst nk.

Lagt fram.

Fundargerðir til kynningar

9

Stjórnarfundur nr. 117 hjá SSV þann 10.6.2015 – Mál nr. 1506009

Lagt fram

10

Stjórnarfundur nr. 118 hjá SSV þann 30.6.2015 – Mál nr. 1506010

Lagt fram.

Skipulagsmál

11

Erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála. – Mál nr. 1303002

Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála mál nr. 26/2013 dagsett 2. júlí 2015 lagður fram.

Lagður fram. Málið er í vinnslu hjá byggingar-og skipulagsnefnd.

12

Indriðastaðir-Stráksmýri, deiliskipulag – Mál nr. 1309002

Deiliskipulag frístundabyggðar Stráksmýrar í landi Indriðastaða var auglýst sbr. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga 123/2010 m.s.br. frá 20 maí til 1 júlí 2015. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.

Hreppsnefnd samþykkir auglýsta tillögu deiliskipulags sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu deiliskipulags til yfirferðar og í kjölfarið birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

22:30.