85 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur 85

Miðvikudaginn 9. september 2015 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir. Fundarritari var Birgitta Sigþórsdóttir.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Skipulagsdagur 17. september n.k. – Mál nr. 1509003

Boð á skipulagsdag Skipulagsstofnunar. Viðfangsefni dagsins eru vindorka, ferðamannastaðir og búsetumynstur. Síðasti skráningardagur er 10. sept.

Samþykkt að SÁ og ÁH fari.

2

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 24. og 25. sept. n.k. – Mál nr. 1509006

Boð á ráðstefnu

Samþykkt að ÁH fari.

3

Haustþing SSV – Mál nr. 1509007

Boð á haustþing

Samþykkt að ÁH fari.

4

Siðareglur kjörinna fulltrúa Skorradalshrepps – Mál nr. 1506001

Seinni umræða.

Samþykktar.

5

Tillaga um bann við lausagöngu sauðfjár í Skorradal. – Mál nr. 1509004

Hreppsnefnd barst tillaga um að bann verði sett við lausagöngu sauðfjár í stórum hluta Skorradalshrepps.

Hreppsnefnd fellst ekki á tillöguna, máli sínu til stuðnings er vísað í 8 gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013.

6

Bréf frá Velferðarráðuneytinu v. móttöku flóttafólks. – Mál nr. 1509005

Oddviti fer yfir málið.

Málið var rætt og lagt fram á fundinum.

7

Fjallskilasamþykkt nr. 683/2015 – Mál nr. 1508005

Lögð fram ný fjallskilareglugerð fyrir sveitarfélögin Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp, nr. 683/2015

Lögð fram ný fjallskilareglugerð fyrir sveitarfélögin Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp, nr. 683/2015 og hefur hún tekið gildi.

8

Viðbótarframlag vegna sérkennslu – Mál nr. 1508006

Lagt fram erindi frá Grunnskóla Borgarfjarðar.

Samþykkt.

9

Samningar vegna grunnskóla, leikskóla og fleira við Borgarbyggð – Mál nr. 1503005

Oddviti fer yfir málin.

Oddvita falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Fundargerðir til staðfestingar

10

Skipulags- og byggingarnefnd – 90 – Mál nr. 1507002F

Lögð fram fundargerð frá 14. júlí s.l.

Fundargerðin samþykkt í öllum 4 liðum.

10.1

1502001 – Dagverðarnes, deiliskipulag lóða 56 og 57, svæði 8

10.2

1303002 – Erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála.

10.3

1501007 – Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting

10.4

1501006 – Hvammsskógur, deiliskipulagsbreyting

11

Skipulags- og byggingarnefnd – 91 – Mál nr. 1509001F

Lögð fram fundargerð frá 8. september s.l.

Fundargerð samþykkt í öllum 5 liðum.

11.1

1410004 – Breyting aðalskipulags, lóð Hvammskóga 18 og 20 í landi Hvamms

11.2

1509001 – Girðingarmál

11.3

1508001F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 32

11.4

1503010 – Dagverðarnes 30, geymsla

11.5

1505003 – Dagverðarnes 74a, bygg.mál

11.6

1508002F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 33

11.7

1508002 – Furuhvammur 7, bygg.mál

11.8

1509008 – Veituframkvæmdir og fornleifar

Fundargerðir til kynningar

12

Stjórnarfundur nr. 119 hjá SSV þann 26.6.2015 – Mál nr. 1509009

Lögð fram

13

Fundargerð Faxaflóahafna nr. 134 frá 25. ágúst s.l. – Mál nr. 1508003

Lögð fram.

14

Fundargerð Faxaflóahafna nr. 135 frá 27. ágúst s.l. – Mál nr. 1508004

Lögð fram.

Skipulagsmál

15

Dagverðarnes, deiliskipulag lóða 56 og 57, svæði 8 – Mál nr. 1502001

Tillaga deiliskipulags Dagverðarness frístundalóða nr. 56 og 57 á svæði 8 var auglýst frá 20 maí til 1. júlí 2015 sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ein athugasemd barst á auglýsingar tíma.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tekið verði tillit til innsendrar athugasemdar þannig að gerð verði sú breyting á auglýstri tillögu að gönguleið verði tryggð á milli lóðar 55 annars vegar og lóða 56 og 57 hinsvegar. Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að ekki sé um grundvallar breytingu að ræða á auglýstri tillögu þannig að ekki sé þörf á að auglýsa hana á nýjan leik. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja tillögu deiliskipulags með ofangreindum breytingum sbr.3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s. br.

Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar. Hreppsnefnd leggur til að niðurstaða hreppsnefndar verði auglýst sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br., samþykkt deiliskipulag verði sent Skipulagsstofnun, aðila er athugasemd gerði verði send niðurstaða hreppsnefndar og birt auglýsing um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda sbr. 42. gr. sömu laga. Hreppsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram.

16

Erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála. – Mál nr. 1303002

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd í ljósi úrskurðar Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 26/2013 að mótuð verði stefna um öryggishlið innan sveitarfélagsins. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að ekki verði heimiluð læst öryggishlið innan sveitarfélagsins, þar sem sveitarfélagið hefur sett upp öryggismyndavélar við allar aðkomuleiðir inn í sveitarfélagið. Það er einnig mat nefndarinnar að læst öryggishlið skerði aðgengi fólks að bæði vatni og fjalli og veiti falskt öryggi.

Ákveðið að fresta málinu þar til eftir næsta formannafund.

17

Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1501007

Tillaga breytingar deiliskipulags Hvammsskóga neðri var auglýst frá 20. maí til 1. júlí 2015 sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga m.s.br.. Tvær athugasemdir bárust á auglýsingartíma.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að ekki verði tekið tillit til innsendra athugasemda og auglýst tillaga samþykkt óbreytt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa niðurstöðu hreppsnefndar, senda Skipulagsstofnun samþykkta tillögu til yfirferðar og að því loknu að birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar og leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram.

18

Hvammsskógur, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1501006

Tillaga breytingar deiliskipulags Hvammsskóga var auglýst frá 20. maí til 1. júlí 2015 sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga m.s.br. Ein athugasemd barst á auglýsingartíma.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að ekki verði tekið tillit til innsendrar athugasemdar og auglýst tillaga samþykkt óbreytt sbr. 3. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa niðurstöðu hreppsnefndar, senda Skipulagsstofnun samþykkta tillögu til yfirferðar og að því loknu að birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

19

Fornleifaskráning í Skorradal – Mál nr. 1411012

Skipulagsfulltrúi óskaði tilboða í aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu. Útboðsgögn voru send á fjóra aðila. Tilboðsfrestur rann út þann 21. ágúst 2015. Tilboð barst frá einum aðila.

Hreppsnefnd leggur til að tilboðsfrestur verði framlengdur fram til 22. sept. nk. og leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram.

20

Breyting aðalskipulags, lóð Hvammskóga 18 og 20 í landi Hvamms – Mál nr. 1410004

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga breytingar aðalskipulags verði auglýst sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30. gr. sömu laga.

Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar og leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:40.