88 – Hreppsnefnd

Skorradalshreppur

Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 88
Miðvikudaginn 11. nóvember 2015 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

S. Fjóla Benediktsdóttir, Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var S. Fjóla Benediktsdóttir.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Íbúafundur vegna samninga um grunnskóla við Borgarbyggð – Mál nr. 1503005

Haldin var íbúafundur með íbúum Skorradalshrepps eins og ákveðið var á hreppsnefndarfundi 21. október sl.

Oddviti fól Jóni Einarssyni að stýra fundinum með íbúum. Oddviti fór síðan yfir samningaviðræður sem fram hafa farið við Borgarbyggð og lýsti hann hversu erfiðlega gengur að ná saman samningum vegna grunnskólasamnings. Áhugi var fyrir að reynt yrði að ná samningum við Borgarbyggð en fundarmenn lýstu yfir verulegri óánægju með þá verðskrá sem Borgarbyggð bíður Skorradalshrepp upp á.

Á fundinum kom fram mikil óánægja með fyrirhugaðar breytingar á grunnskólahaldi á Hvanneyri, fundarmenn voru sammála um að leyta ætti allra leiða til að tryggja grunnskólahald áfram á Hvanneyri í það minnsta fyrstu 4 bekkina.

Íbúar styðja heilshugar þá vinnu Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis um að kannaður verði möguleiki á samfélagsreknum grunnskóla á Hvanneyri.

Í samræmi við vilja fundarmanna á íbúafundi tók hreppsnefnd ákvörðum um að óska formlega eftir fundi með sveitarstjórn Borgarbyggðar og jafnframt óska formlega eftir fundi með sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar.

2

Kauptilboð Birkimói 3 – Mál nr. 1511003

Lagt fram kauptilboð í fasteign Skorradalshrepps að Birkimóa 3.

Í samræmi við umræður á fundinum var oddvita falið að hafa samband við tilboðsaðila.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

23:00.