88 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
88. fundur

Þriðjudaginn 24. mars 2015 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Tryggvi Valur Sæmundsson, Sæmundur Víglundsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Pétur Davíðsson.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Byggingarleyfismál

1

Mófellsstaðir 2 – Mál nr. 1503004

Karólína Sif Ísleifsdóttir f.h. Mófellsstaða ehf. sækir um stofnun 809 m2 íbúðarlóðar úr landi Mófellsstaða, landnr. 134088 skv. umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá (F550). Nafn nýrrar lóðar verður Mófellsstaðir 2. Samþykki landeiganda liggur fyrir.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun lóðar á símafundi 16. mars 2015 og byggingarfulltrúa var falið að vinna málið áfram.

Skipulagsmál

2

Dagverðarnes 72-breyting deiliskipulags – Mál nr. 1311002

Á 86. fundi skipulags- og byggingarnefndar var óveruleg breyting deiliskipulags lóðar Dagverðarness 72 á svæði 5 hafnað á grundvelli þinglýstrar kvaðar nr. 2450/04 á umrædda lóð. Embættið hefur leitað lögfræðilegs álits á gildi þinglýstra kvaða á lóðum.

Á grundvelli álits lögfræðings leggur skipulags- og byggingarnefnd til við hreppsnefnd að taka ekki tillit til innsendrar athugasemdar og samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags á lóð Dagverðarnes 72 á svæði 5. Nefndinn leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að birta niðurstöðuna í B-deild Stjórnartíðinda.

3

Dagverðarnes, deiliskipulag lóða 56 og 57, svæði 8 – Mál nr. 1502001

Tillaga deiliskipulags tveggja frístundalóða, Dagverðarness 56 og 57, á svæði 8, lagt fram og kynnt.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að auglýsa deiliskipulag frístundalóða Dagverðarness 56 og 57 á svæði 8 sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar. Ekki er þörf á lýsingu skipulagsverkefnisins þar sem allar megin forsendur deiliskipulags liggja fyrir í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Skipulagsfulltrúa falið að koma athugasemdum á framfæri við skipulagshönnuð.

4

Tillaga að landsskipulagsstefnu 2015-2026 – Mál nr. 1501001

Tillaga að landsskipulagsstefnu 2015-2026 til umhverfis- og auðlindaráðherra liggur fyrir. Áætlað er að hún verði lögð fram á Alþingi sem tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026 á yfirstandandi þingi. Skipulagsstofnun hefur tekið saman umsögn um framkomnar athugasemdir við auglýsta tillög að landsskipulagsstefnu.

Umsögn Skipulagsstofnunar lögð fram og kynnt.

5

Könnun um landnotkun í dreifbýli – Mál nr. 1405003

Á 83. fundi skipulags- og byggingarnefndar var könnun um landnotkun í dreifbýli lögð fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa var falið að senda hana til umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Í bókun nefndarinnar láðist að geta þess að könnun ætti að senda þegar allar upplýsingar lægu fyrir. Ákveðnar upplýsingar hafa enn ekki borist.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að málið verði látið falla niður.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

14:20.